U16-2020
Sextán Selfyssingar hafa verið valdir í yngri landslið Íslands sem æfa nú í byrjun janúar, þar af sex í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins.
Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið sína hópa fyrir æfingar 2. - 5. janúar, þar koma öll yngri landslið saman fyrir utan U-18 ára landslið karla sem tók þátt í Sparkassen Cup í Þýskalandi á milli jóla og nýárs og endaði í öðru sæti á eftir heimamönnum.
Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram helgina 11.-12. janúar. Þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni.
U-20 ára landslið karla
Alexander Hrafnkelsson
Guðjón Baldur Ómarsson
U-18 ára landslið kvenna
Hólmfríður Arna Steinsdóttir
U-16 ára landslið karla
Daníel Þór Reynisson
Einar Gunnar Gunnlaugsson
Hans Jörgen Ólfasson
Sæþór Atlason
U-16 ára landslið kvenna
Hugrún Tinna Róbertsdóttir
Lena Ósk Jónsdóttir
Tinna Sigurrós Traustadóttir
Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins - drengir
Birkir Óli Gunnarsson
Guðmundur Stefánsson
Jónas Karl Gunnlaugsson
Sesar Örn Harðarson
Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins - stúlkur
Birgitta Fanný Grétarsdóttir
Erla Margrét Gunnarsdóttir
Hópar hæfileikamótunar HSÍ og Bláa lónsins má sjá hér. Hópar yngri landsliða má sjá hér.
---
Frá landsliðsæfingu U-16 ára landsliðanna í Mýrinni. Frá vinstri: Einar Gunnar Gunnlaugsson, Daníel Þór Reynisson, Lena Ósk Jónsdóttir, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Hugrún Tinna Róbertsdóttir, Sæþór Atlason og Hans Jörgen Ólafsson.