Sigur sóttur á Ásvelli

DSC01787
DSC01787

Selfyssingar unnu ótrúlegan sigur á Haukum í Schenker höllinni á Ásvöllum í kvöld í framlengdum leik, 30-32.  Þetta var þriðji leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og staðan því orðin 2-1 fyrir Selfoss.

Liðin skiptust á að halda forustu fyrstu mínútur leiksins.  Um miðbik hálfleiksins tóku Haukar frumkvæðið og náðu þriggja marka forskoti, Patrekur tók leikhlé og stöðvaði blæðinguna og endaði hálfleikurinn 15-14.

Haukarnir héldu frumkvæðinu áfram þó munurinn væri áfram lítill.  Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum gerðu tóku Haukar svo afgerandi forystu, þegar 8 mínútur voru eftir var munurinn kominn upp í 5 mörk, 26-21.  Þá settu Selfyssingar í lás í vörninni og Sölvi negldi fyrir markið, Selfoss náði að jafna leikinn og það var staðan þegar vejulegur leiktími rann út og því framlengt.

Í framlengingu skiptust liðin á að gera mistök, enda bæði lið að spila hrikalega sterka vörn.  Selfoss náðu þó að skora fyrsta og síðasta mark fyrri hálfleiks framlengingar og leiddu með einu marki.  Í síðari hálfleik voru Selfyssingar sterkari og lönduðu góðum sigri, 30-32.

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 10/1, Elvar Örn Jónsson 6, Hergeir Grímsson 5, Haukur Þrastarson 4, Árni Steinn Steinþórsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 1, Guðni Ingvarsson 1 og Alexander Már Egan 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 14 (54%), Pawel Kiepulski 7 (29%).

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Vísir.is og Mbl.is.

Leikur 4 fer fram í Hleðsluhöllinni á miðvikudag kl 19:30.  Það er ljóst að með sigri munu Selfyssingar lyfta Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skiptið, vinni Haukar verður oddaleikur á Ásvöllum á föstudagskvöldið.  Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í vínrauðu í Hleðsluhöllina og láta í sér heyra. Forsala fyrir leikinn verður á þriðjudag kl. 18-20 í Hleðsluhöllinni.


Mynd: Það var almenn ánægja með úrslitin Selfossmegin í stúkunni
Umf. Selfoss / ÁÞG