Júdó - Egill Blöndal Æfingabúðir JSÍ
Dagana 25.-27. september fóru landsliðsæfingabúðir Júdósambands Íslands fram á Hellu. Æfingabúðirnar voru ætlaðar iðkendum í aldursflokkum U18, U21 og senior og voru þær vel sóttar.
Sex Selfyssingar tóku þátt í æfingabúðunum þ.e. Egill Blöndal, Breki Bernhardsson, Sara Nugig Ingólfsdóttir, Claudiu Eremia Sohan, Hrafn Arnarsson og Böðvar Þór Arnarsson.
Jón Þór Þórarinsson stýrði þjálfun æfingabúðanna en iðkendur nutu jafnframt leiðsagnar einvala liðs þjálfara og má þar nefna Yoshihiko Iura, Bjarna Friðriksson, Halldór Guðbjörnsson og Kára Jakobsson að ógleymdum Selfyssingnum Garðari Skaptasyni. Í æfingabúðunum var mest áhersla á glímu og þrekæfingar en einnig var boðið upp á vinnustofu í íþróttasálfræði, en henni stýrði Helgi Pálsson, íþróttasálfræðingur.
Nánar er fjallað um æfingabúðirnar á vef JSÍ
---
Á mynd með frétt tekst Egill (hvítur) á við Árna Lund í æfingabúðum
Á mynd fyrir neðan er Breki (hvítur) með Uchimata.
Ljósmyndir: JSÍ