Selfoss_merki_nytt
Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Hefðbundið íþróttastarf fellur niður þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð.
Áhrif á starfsemi Umf. Selfoss:
Sundlaugar og íþróttamannvirki: Lokað frá miðnætti til og með 15. apríl.
Þjónustumiðstöð Umf. Selfoss í Tíbrá: Verður lokuð almenningi þar til páskafrí tekur við en hægt verður að hafa samband með síma 482 4822, tölvupósti umfs@umfs.is. Frekari upplýsingar verða gefnar út fyrir páska.
Frekari upplýsingar um tímabundnar breytingar á þjónustu Umf. Selfoss verða birtar hér um leið og þær liggja fyrir.
Upplýsingar um fyrirkomulag æfinga fram yfir páska hjá einstaka deildum félagsins verða sendar til foreldra og forráðamanna í síðasta lagi um næstu helgi.