Slæmt tap gegn Gróttu

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Í kvöld fór fram spennuleikur Selfoss og Gróttu um 4 sætið í 1.deildinni. Selfoss byrjaði leikinn loksins af miklum krafti og komst snemma í 4-1. Grótta svaraði hinsvegar þessari byrjun Selfoss og jafnaði í 5-5 eftir 10 mínúta leik. Næstu 5 mínútur voru mjög jafnar og spennustigið hátt í leikmönnum. Selfoss náði þó 1 marks forystu  7-6. Liðið komst á góða siglingu næstu mínútur með góðri vörn sem skilaði forystu 10-7 og 10 mínútur til leikhlés. Leikurinn hélst í góðu jafnvægi næstu 5 mínúturnar því munurinn stóð ennþá í 3 mörkum 12-9. Selfoss spýtti þó töluvert  í lófana síðustu mínúturnar og fóru inn með verðskuldað 5 marka forystu 15-10.

Síðari hálfeikurinn fór rólega af stað og stðan eftir  5 mínútur var 16-12. Þessi  4 marka forysta hélst næstu 5 mínúturnar og staðan þá 18-14. Þá kom hinsvegar skelfilegur kafli hjá Selfossi 3 leikmenn í röð fengu 2 mínútur og komst Grótta því inn í leikinn 18-18. Á þessum tímapunkti gekk ekkert upp hjá Selfossi og  þeir skoruðu ekki mark í 10 mínútur. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka var háspenna í leiknum og allt í járnum 19-19. Liðin skiptust á að halda forystunni næstu 5 mínútur og greinilegt að mikið var undir. Staðan því þegar 5 mínútur voru eftir var 22-21. Selfoss reyndi allt sem þeir gátu til að knýja fram sigur á loka mínútunum. Það bara hreinilega gekk ekkert upp og þegar leiktíminn var runninn út var staðan 23-24 og Selfoss með fríkast úti hægra megin eftir. Einar Sverrisson tók það, en skaut beint í vegginn og því ljóst að Selfoss féll niður í 5 sætið og tap staðreynd.

Frábær fyrri hálfleikur og skelfilegur síðari hálfleikur, meira þarf líklega ekki að segja um þennan leik. Þarna fór gullið tækifæri til að tryggja sér síðasta umspil sætið. Núna eru möguleikarnir nánast stjarnfræðilegir. Fjölnir þarf að vinna Gróttu og Selfoss að sigra Stjörnuna í lokaumferðinni. Reyndar eins og einhver sagði, aldrei segja aldrei. Þannig hvetur heimasíðan Selfyssinga að fjölmenna og styðja strákana til síðustu mínútu. Reynsluleysi og agaleysi varð liðinu að falli í dag.

 

Tölfræði:

Einar S 6/12, 2 stoðsendingar , 2 stolnir boltar og 2 brotin fríköst

Matthías Örn  5/11, 3 stoðsendingar  og 8 brotin fríköst

Einar Pétur  5/6, 4 fráköst og 4 brotin fríköst

Gústaf  3/4 og 1 tapaður bolti

Sigurður Már 2/5 og 1 frákast og 1 tapaður bolti

Hörður Gunnar 1/2 og 1 frákast

Gunnar Ingi1/1 og 1 brotið fríkast

Hörður M 0/10, 3 stoðsendingar, 4 fráköst og 12 brotin fríköst

Ómar Vignir  1 tap, 1 fiskað víti og 7 brotin fríköst

Örn Þ 0/1

 

Markvarsla

Helgi 18/1 og fékk á sig 24(44%)

 

Áfram Selfoss !!