kvk-lid
Íslenska stúlknalandsliðið mætti heldur betur vel stemmt til leiks í dag.
Stelpurnar byrjuðu á gólfi og gerðu sér lítið fyrir og bættu einkunnina frá því í undanúrslitum um 1.733. Greinilegt að þær voru algerlega tilbúnar í verkefnið.
Á dýnu urðu smávægileg mistök í annari umferð en á heildina litið mjög góð frammistaða og bæting frá því í forkeppninni upp á 1.500. Trampólínið gekk svo nokkuð vel, einkunnin lækkaði lítillega en það koma ekki að sök því íslenska liðið vann yfirburðasigur á því danska, með 55.283 stig gegn 53.450.
Í þriðja sæti urðu svo Svíar með 52.100 stig.
Frétt frá Fimleikasambandinu