IMG_4497
Sumarnámskeið á vegum Umf. Selfoss fara af stað um leið og skólastarfinu lýkur hér á Selfossi. Fjölbreytt starf er í boði fyrir krakka á öllum aldri og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ítarlegar upplýsingar um sumarstarf og námskeið í Árborg má finna í Sumarblaðinu.
Íþrótta- og útivistarklúbburinn er fyrir börn fædd 2003-2008. Markmið námskeiðanna er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap. Hvert námskeið stendur í tvær vikur og er fyrsta námskeið frá 10. til 21. júní. Hægt er að velja hálfan dag eða heilan, fyrir eða eftir hádegi.
Skráning í netfangið sumarnamskeidumfs@gmail.com eða við upphaf fyrsta dags námskeiðs. Nánari upplýsingar gefur Már Ingólfur í síma 868-3474.
Knattspyrnudeildin býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir áhugasama og fjöruga krakka sem eru fædd 1999-2006. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem menn eru búnir að æfa lengi eða vilja kynnast íþróttinni. Öll námskeið eru haldin á æfingasvæði Selfoss við Engjaveg. Fyrsta námskeiðið, Ofurnámskeiðið verður 10.–21. júní.
Skráning á námskeið knattspyrnudeildar er á knattspyrna@simnet.is og nánari upplýsingar hjá Gunnari Borgþórs. í síma 867-1461. Vakin er athygli á að einnig verður boðið upp á Ofurnámskeið á Eyrarbakka og Stokkseyri 24. júní til 5. júlí í samvinnu við ungmennafélagið á Stokkseyri.
Sumarnámskeið Fimleikadeildar Selfoss verða í júní og ágúst og verður það fyrra haldið 10.-21. júní. Kennt verður alla virka morgna frá 9-11:30 en kennarar á námskeiðinu verða Steinunn H. Eggertsdóttir og Tanja Birgisdóttir. Námskeiðið er ætlað strákum og stelpum fæddum 2004-2007.
Skráning er hafin á selfoss.felog.is en nánari upplýsingar má fá á netfanginu fimleikarselfoss@simnet.is.
Sumaræfingar verða í boði fyrir börn fædd 2003 og fyrr og má fá nánari upplýsingar hjá Olgu Bjarnadóttur á netfangið fimleikarselfoss@simnet.is.
Handknattleiksdeildin stendur fyrir Handboltaskóla Selfoss, sem eru sumaræfingar fyrir krakka á aldrinum 8-13 ára (2000-2005) í handbolta. Um er að ræða þrjú vikunámskeið og hefst fyrsta námskeiðið 10. júní. Hópnum er skipt niður í hópa eftir aldri og verður lögð áhersla á grunnatriði í handboltanum. Æfingar fara fram í íþróttahúsi Vallaskóla en einnig úti á gervigrasvelli þegar veður er gott.
Skráning á námskeiðið er í síma 868–7504 eða á netfangið stefanarna@gmail.com.
Frjálsíþróttaæfingar verða í sumar með hefðbundnu sniði á frjálsíþróttavelli á Selfoss. Boðið verður upp á æfingar í flokkunum: 8 ára og yngri, 9–10 ára, 11–14 ára og 15 ára og eldri.
Frekari upplýsingar er hægt að fá á netfanginu helgihar@simnet.is eða í síma 892-7052.