áhorfendur
Liðin sem voru jöfn í 5. og 6.sæti Olísdeildarinnar mættust í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld.
Margir sem áttu svona fyrirfram von á því að um jafnan leik yrði að ræða, svo var ekki. Valsliðið mun betra á flestum sviðum handboltans, allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik 10-17 og lítið sem gladdi auga þeirra fjölmörgu áhorfenda sem leið sína lögðu í íþróttahúsið í kvöld.
Eitthvað hefur MS hleðslan sem stelpurnar drukku í hálfleik haft að segja, nema það hafi verið hálfleiksræða þjálfara, því annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik og voru þær virkilega að leggja sig fram og flestar að berjast af krafti. Liðið náði að minnka muninn í eitt mark þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, en náðu ekki að láta kné fylgja kviði og Valsstúlkur skoruðu síðustu mörkin og höfðu sigur á Selfossstúlkum 21-25.
Í samtali sunnlenska.is við Hilmar Guðlaugsson annan af þjálfurum Selfoss mátti sjá að hann var ósáttur við spilamennsku liðsins, en hann sagði: „Fyrri hálfleikur var algjör skandall og varð okkur að falli í kvöld. Við vorum staðar í sókninni, gátum ekki gefið boltann og ekki brotið eitt fríkast í vörninni“.
Eins og áður sagði var seinni hálfleikur skárri og var Hilmar ánægður með liðið þá: "við sýndum frábæran karakter að gera þetta að leik aftur en margir hefðu sagt að þetta væri búið. Við vorum í bullandi séns að jafna og stelpurnar sýndu að það er eitthvað í þær spunnið."
Markaskorun liðsins:
Carmen Palamariu 6
Adina Ghidoarca 5
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4
Perla Rut Albertsdóttir 3
Hulda Dís Þrastardóttir 1
Elena Birgisdóttir 1
Hildur Öder Einarsdóttir 1
Markvarsla:
Áslaug Ýr Bragadóttir 2/8 = 25%
Katrín Ósk Magnúsdóttir 17/36= 47%
Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn ÍR nk. laugardag.
MM
JÁE (mynd)