Hrafnhildur Hanna
Selfoss tapaði gegn Fjölniskonum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í Olísdeild kvenna á tímabilinu, 21-24.
Fjölnir leiddi nánast allan leikinn og var með eins til fjögurra marka forskot mestan hluta leiksins, hálfleikstölur voru 11-13. Fjölnir náði mest fimm marka forystu í seinni háfleik, en Selfoss náði að minnka muninn niður í 21-22 þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum. Selfyssingar fengu nokkur tækifæri til að jafna en nýttu sér þau ekki og svo fór að Fjölnir vann þriggja marka sigur, 21-24.
Selfoss er með 9 stig í 6. sæti deildarinnar og mætir Stjörnunni á útivelli í lokaumferðinni næstkomandi laugardag.
Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Perla Ruth Albertsdóttir 7, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2 (2).
Varin skot: Viviann Petersen 15 (38%)
Eftir leikinn situr Selfoss enn sem fastast í 6.sæti deildarinnar með 9 stig. Næsti og jafnframt síðasti leikurinn hjá stelpunum er útileikur gegn Stjörnunni á laugardag kl 13:30 og hvetjum við alla Selfyssinga að fara í Garðabæinn og mæta á síðasta leik stelpnanna í vetur.
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má nálgast hér.
____________________________________________
Mynd: Hrafnhildur Hanna var markahæst í kvöld með 8 mörk.
Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.