Egill og Þór í Tékklandi
Tékklandsfaranir Þór Davíðsson og Egill Blöndal kepptu, ásamt þremur félögum sínum, í Prag um seinustu helgi og stóðu sig glæsilega.
Egill (-90) vann fyrstu viðureign sína en tapaði næstu og í uppreisnarviðureign þá fékk hann hansoku make. Hann var ekki langt frá bronzinu en hann endaði í 4.-5. sæti. Þór (-100) vann tvær viðureignir og ekki munaði miklu að hann hefði unnið næstu en tapaði á síðustu mínútu og hafnaði í 4. sæti.
Á heimasíðu Júdósambands Íslands kemur fram að strákarnir eru afar sáttir með dvölina í Prag en þeir æfa tvisvar á dag, lyftingar og þrek á morgnana og júdó á kvöldin. Í vikunni voru þeir á sameiginlegri æfingu með Slóvökum, Tékkum og Austurríkismönnum.
Um næstu helgi keppa þeir í Matsumae Cup í Velje Danmörku. Þar mætir Selfyssingurinn Grímur Ívarsson einnig til leiks og má búast við skemmtilegum glímum á mótinu.
---
Þór, annar f.v. og Egill í miðjunni ásamt íslenska liðinu í júdósalnum í Folimanka í Tékklandi.
Ljósmynd af vef Júdósambands Íslands