Einkennis
38 krakkar eru skráðir á námskeiðið í fyrstu vikunni í handboltaskólanum. Handboltaskólinn fer mjög vel af stað og skemmta krakkarnir sér mikið. Í dag kom Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari heims og Ólympíumeistara Noregs í kvennahandbolta, í heimsókn og leiðbeindi krökkunum.
Það er frábært fyrir svona unga leikmenn að fá tilsögn frá jafn færum þjálfara og Þórir er enda er hann einn al besti þjálfari heims. Þórir var mjög ánægður með hópinn í handboltaskólanum og sagði að þær væru margir efnilegir leikmenn.
Tvö námskeið eru enn eftir í handboltaskólanum og hefst vika tvö næstkomandi þriðjudag (18. júní). Enn er hægt að skrá sig og fara skráningar fram á netfangið stefanarna@gmail.com. Verð fyrir staka viku er 2500 krónur.
Við birtum hér myndir frá handboltaskólanum.