Þrjár deildir áfram fyrirmyndardeildir ÍSÍ

Fyrirmyndardeildir ÍSÍ
Fyrirmyndardeildir ÍSÍ

Þrjár deildir Umf. Selfoss fengu endurnýjun viðurkenninga sinna sem fyrirmyndardeildir ÍSÍ á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 16. apríl sl. en um er að ræða frjálsíþróttadeild, knattspyrnudeild og taekwondodeild.

Í umsögn ÍSÍ kemur fram að handbækur deildanna eru vel unnar og uppfylla vel öll ákvæði fyrirmyndarfélaga þannig að tryggt er að allir rói í sömu átt.

Sveitarfélagið Árborg styrkir sérstaklega fyrirmyndarfélög innan sveitarfélagsins á ári hverju. Sveitarfélagið sér hag sinn og íbúa sveitarfélagsins í því að íþróttastarfið sé faglegt, vel skipulagt ásamt því að fjármál séu í föstum skorðum.

---

Sigríður Jónsdóttir, til hægri, ritari ÍSÍ og formaður þróunar- og fræðslusviðs afhenti formönnum deildanna viðurkenningarnar. Frá vinstri eru Óskar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar, Helgi S. Haraldsson formaður frjálsíþróttadeildar og Ófeigur Ágúst Leifsson formaður taekwondodeildar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur