Þrjú ungmenni léku gegn Færeyingum

Teitur Örn Einarsson
Teitur Örn Einarsson

Þrjú ungmenni frá Selfossi léku landsleiki við Færeyja um liðna helgi.

Elva Rún Óskarsdóttir lék með U15 ára og Ída Bjarklind Magnúsdóttir með U17 ára landsliðunum sem unnu tvo af fjórum leikjum.

Teitur Örn Einarsson skoraði 18 mörk með U17 ára landsliði pilta sem vann tvo stórsigra á Færeyingum.

Um var að ræða mikla handboltaveislu þar sem íslensku ungmennalandsliðin, U15 og U17, mættu landsliðum Færeyja í Laugardalshöll. Þetta voru fyrstu opinberu landsleikir U-15 liðanna og atburðurinn því sögulegur. Liðin léku alls átta leiki og unnu íslensku liðin sex þeirra, en þau færeysku tvo.

---

Teitur skorar eitt af mörkum sínum um helgina.