Selfoss - Fjölnir
Loksins byrjar 1.deildin aftur eftir langt hlé vegna landsliðsverkefna. Selfoss byrjar á því að heimsækja Fjölni í Grafarvoginn á föstudaginn 1.febrúar klukkan 19:30
Fjölnir byrjaði tímabilið frekar illa þrátt fyrir jafntefli í fyrsta leik, þá fylgdu 6 tapleikir í röð. Liðið hefur þó rétt aðeins úr kútnum og náðu í frábæran sigur á nesið gegn Gróttu. Það má því ekki vanmeta þetta lið. Þeir fengu nokkra Haukastráka fyrir tímabilið sem hafa reynst þeim vel. Markahæstur í liðinu er Jónas Bragi Hafsteinsson með 65 mörk í 11 leikjum. Næstur kemur Grétar Eiríksson með 44 mörk í 8 leikjum. Þriðji markahæstur leikmanna Fjölnis er Bjarni Ólafsson með 31 mörk í 10 leikjum. Í markinu standar svo Stefán Huldar Stefánsson og Arnar Sveinbjörnsson.
Gengi Fjölnis á tímabilinu: J-T-T-T-T-T-T-S-S-T-S
Selfoss hefur átt mjög misjafnt tímabil og síðustu tveir leikir í deild voru skelfilegir. Þar af líklega versta tap í sögu félagsins gegn Víkingi. Því var þessi langa pása velkomin fyrir félagið. Því það gaf liðinu tíma til að koma nýjum mönnum inn í hópinn og reyna laga það sem illa hefur farið. Liðið kemur því ágætlega stemmt inn í seinustu 3 leiki í 2 umferð fyrstu deildarinnar. Selfoss liðinu hefur hingað til vegnað mjög vel á útivelli með 4 sigra í 5 leikjum og vonandi að sá árangur haldi áfram. Einar Sverrisson er ennþá yfirburðar maður í markaskorun Selfoss liðsins með 74 mörk í 11 leikjum. Næstur kemur Matthías Örn Halldórsson 53 mörk í 11 leikjum. Næstu menn eru svo sitthvor hornamaður liðsins Einar Pétur Péttursson og Hörður Bjarnason báðir með 43 mörk og 11 leiki. lið þarf svo á góðum leik frá markvörðunum okkar Helga Hlynsson og Sverrir Andrésson.
Gengi Selfoss á tímabilinu: S-S-T-S-S-S-T-T-S-T-T
Selfoss TV:
Viðtal við Arnar Gunnarsson