Selfoss-HK
Á laugardaginn 2. febrúar spilar Selfoss loksins heimaleik í N1-deild kvenna gegn HK klukkan 13:30 í íþróttahúsinu við Vallaskóla. Seinast þegar þessi lið mættust í Digranesinu þá tapaði Selfoss naumlega 27-25 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 12-13 því er von á hörkubaráttu á laugardaginn.
HK liðið hefur verið svolítið jójó lið í vetur, verið að vinna nauma sigra og mikla skelli á milli. Þó náðu þær til dæmis í frábæran sigur á Stjörnunni í fyrsta leik. Þetta er því lið sem Selfoss á vel að geta unnið á góðum degi. En aftur á móti geta þær refsað illilega ef liðið á ekki góðan dag. HK situr í 6 sætinu með 15 stig. Markahæst í HK-liðinu er Jóna Sigríður Halldórsdóttir með 62 mörk í 13 leikjum. Næst Markahæst er Heiðrún Björk Helgadóttir með 56 mörk í 13 leikjum og þriðja markahæst er Guðrún Erla Bjarnardóttir með 44 mörk í 13 leikjum. Markverðir liðsins eru svo þær Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir og Kristín Ósk Sævarsdóttir.
Gengi HK á tímabilinu: S-T-S-S-T-S-T-S-T-S-S-T-J
Selfoss liðið er staðráðið í að koma til baka eftir töluvert slæmt tap gegn FH í seinasta leik. Tap sem var allt of stórt miðavið fyrri hálfleikinn, þar sem FH leiddi bara 12-10 og lokatölurnar urðu 29-18. Loksins spilar liðið þó á heimavelli og vonandi geta stelpurnar nýtt það og spilað góðan leik. Selfoss er í 9 sæti með 6 stig. Markmið tímabilsins hlítur að vera að halda sér fyrir ofan Aftureldingu og Fylki og vonandi þokast eitthvað ofar í töfluna. Til dæmis getur liðið jafnað Hauka af stigum með sigri. Markahæst í Selfoss liðinu og líklega mikilvægasti leikmaður liðsins er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með 56 mörk í 10 leikjum. Næst markahæst er Carmen Palamariu með 54 mörk í 12 leikjum. Þriðja markahæst er Kristrún Steinþórsdóttir með 45 mörk í 13 leikjum. Í markinu hjá Selfoss mun svo Áslaug Ýr Bragadóttir líklega byrja og Ásdís Ingvarsdóttir til vara á bekknum. En lítið sem ekkert er hægt að kvarta yfir leik þeirra tveggja í vetur.
Gengi Selfoss á tímabilinu: S-T-T-T-T-S-T-T-T-T-T-S-T
Það er von að Selfyssingar hafa ekki gleymt að við eigum N1-deildar kvenna lið og fjölmenni í stúkuna á laugardaginn