selfoss-haukar
Á laugardaginn 19. Janúar klukkan 16:00 í Strandgötunni leikur Selfoss gegn Haukum í n1-deild kvenna. Haukar unnu seinasta leik liðanna 21-23 á Selfossi.
Haukar hafa verið að byggja upp liðið sitt undanfarin ár á ungum Hauka stelpum. Þær hafa 8 stig í 8 sæti, einu sæti ofar en Selfoss. Marija Gedroit er lang markahæst í Hauka liðinu með 80 mörk í 11 leikjum. Næst kemur Karen Helga Sigurjónsdóttir með 43 mörk í 10 leikjum. Áróra Eir Pálsdóttir er svo þriðja markahæst í liðinu með 20 mörk í 11 leikjum. Með liðinu leikur einnig Selfyssingurinn Díana Kristín Sigmarsdóttir, en hún kom upp úr unglingastarfinu hér á Selfossi. Haukarnir hafa fína markverði en í flestum leikjum þeirra hafa Rakel Kristín Jónsdóttir og Sólveig Björk Ásmundardóttir staðið vaktina.
Gengi Hauka á tímabilinu: T-S-S-T-T-T-T-T-S-S-T
Selfoss liðið er í sömu aðstöðu og Haukar, að reynja byggja á uppöldnum stelpum . Tímabilið hefur þó verið erfitt fyrir Selfoss liðið. Þær hafa þó náð 4 stigum og sitja í 9 sæti. Oft hafa stúlkurnar þó verið nálægt sigri og spilað vel gegn stærri liðunum. Liðið vill líklega kvitta strax fyrir tap í síðasta leik gegn Aftureldingu. Markaskor liðsins hefur dreyfst með miklum ágætum. en markahæst er Carmen Palamariu með 49 mörk í 10 leikjum. Næst kemur Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með 45 mörk í 8 leikjum. Þriðja markahæst er svo Kristrún Steinþórsdóttir með 41 mörk í 11 leikjum. Í markinu eru svo þær Ásdís Björk Ingvarsdóttir og Áslaug Ýr Bragadóttir, en þær hafa staðið sig vel í vetur.
Gengi Selfoss á tímabilinu: S-T-T-T-T-S-T-T-T-T-T
Vonar heimasíðan að sem flestir fjölmenni í Hafnafjörð á Laugardaginn og styðji stelpurnar til sigurs.