Uppskeruhátíð - Tilnefningar til íþróttafólks Árborgar

Sveitarfélagið Árborg byggðamerki
Sveitarfélagið Árborg byggðamerki

Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar fer fram þriðjudaginn 29. desember kl. 19:30 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Á hátíðinni verður farið yfir íþróttaárið og íþróttafólk sveitarfélagsins heiðrað fyrir góðan árangur á árinu. Hápunktur kvöldsins er þegar lýst verður kjöri á íþróttafólki Árborgar árið 2015 en eftirtaldir íþróttamenn eru tilnefndir sem íþróttakona og íþróttakarl Árborgar.

 

Tilnefndar íþróttakonur Árborgar 2015

Alexandra Eir Grétarsdóttir – Golfklúbbur Selfoss

Alexandra Eir - GolfAlexandra náði framúrskarandi árangri á árinu. Þar ber einna helst að telja árangur hennar í sveitakeppni stúlkna 18 ára og yngri þar sem Alexandra var máttastólpinn í liðinu sem varð Íslandsmeistari. Þetta er í fyrsta skiptið sem kvenmaður í GOS verður Íslandsmeistari.

Alexandra varð klúbbmeistari kvenna, fjórða árið í röð þrátt fyrir ungan aldur og var hún einnig lykilkona í kvennasveit golfklúbbsins sem keppti í Íslandsmóti sveita í 1. deild.

Alexandra spilaði í öllum mótum á Íslandsbankamótaröðinni og endaði í 5. sæti í sínum flokki. Einnig spilaði hún í nokkrum mótum á Eimskipsmótaröðinni og stóð sig vel að vanda.

Alexandra er eins og allir góðir íþróttamenn, öguð, með mikið keppnisskap, sigurvilja og gefst ekki upp.

Alexandra er Golfklúbbi Selfoss til mikils sóma bæði innan sem utan vallar.

Helstu afrek Alexöndru 2015:

Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 18 ára og yngri stúlkna.

Valinn kylfingur ársins hjá Golfklúbbi Selfoss.

Valinn í afrekshóp GSÍ.

Klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss.

Verðlaunasæti í mjög mörgum mótum í sumar.

Ávallt í toppbaráttu á Íslandsbankamótaröð GSÍ í sínum aldursflokki.

 

Eyrún Ýr Pálsdóttir - Hestamannafélaginu Sleipni.

Eyrún Ýr - HestarKnapi ársins og jafnframt íþróttaknapi kvenna er Eyrún Ýr Pálsdóttir en hún átti frábært keppnisár.

Íslandmeistari í fimmgang meistara á Hrannari frá Flugumýri. Reykjavíkurmeistari í fimmgang meistara á Hrannari frá Flugumýri, fékk auk þess fjöðrina á Reykjavíkurmeistaramóti fyrir faglega reiðmennsku.

Opið Íþróttamót Spretts í fimmgang meistara 2. sæti,

Suðurlandsmót WR 2 sæti í fjórgang meistara á Garpi frá Skúfslæk.

Meistaramót Fákasels og Ljúfs fjórgangur 1. sæti.

Gæðingakeppni Sleipnis  A-Flokkur gæðinga 5. sæti.

 

Fjóla Signý Hannesdóttir - Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss

Fjóla Signý HSK/SelfossÁ árinu 2015 náði Fjóla Signý Hannesdóttir góðum árangri á frjálsíþróttavellinum. Fjóla Signý vann sér sæti í landsliði Íslands sem keppti á Smáþjóðaleikunum 2. – 6. júní. Þar hljóp Fjóla 100m grindahlaup á 15,24 sek. og varð fjórða. Fjóla keppti sex sinnum í einni af sinni bestu greinum, 100m grindahlaupi síðast liðið sumar en síðasta hlaup sumarsins var hennar ársbesti árangur þegar hún vann til silfurverðlauna á MÍ aðalhluta og kom í mark á 15,17 sek. Fjóla var einnig önnur í langstökki á MÍ,  með 5,30m og tók svo brons í 400m grindahlaupi en þetta eru hennar sterkustu greinar ásamt hástökki.

Á afrekslista sumarsins hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands er hún með besta árangur ársins í hástökki, 1,66m, með annan besta árangurinn í 400m grindahlaupi 64,02 sek. og svo í 100m grindhlaupinu er hún með fjórða besta árangurinn, fimmta besta í þrístökki 11,04m  og sjötta besta í langstökki 5,43m.

Fjóla var drjúg fyrir lið sitt Selfoss, á Héraðsmótinu í sumar þar sem hún sigraði í fimm greinum; 200 og 400m hlaupum, þrístökki, langstökki og 100 m grindahlaupi, varð stigahæst kvenna og átti stóran þátt í sigri Selfoss í heildarstigakeppni mótsins.

Fjóla Signý hefur verið valin í landsliðshóp Íslands fyrir árið 2016 og er meginmarkmið hennar að komast í sitt fyrra form og bæta sig hressilega á árinu 2016.  Fjóla Signý  hefur alla tíð verið góð fyrirmynd yngri kynslóðarinnar í frjálsíþróttum  og verið mjög góður félagi félaga sinna og leggur sig fram af alefli í öll þau verkefni sem henni eru fengin.

 

Guðmunda Brynja Óladóttir – Knattspyrnudeild Umf. Selfoss

Guðmunda BrynjaKnattspyrnukona Selfoss árið 2015 er Guðmunda Brynja Óladóttir. Hún var fyrirliði meistaraflokksliðs kvenna á þessu ári og náði besta árangri sínum og liðsins frá upphafi en og aftur var hún að bæta sig sem leikmaður.

Þrátt fyrir ungan aldur er Guðmunda orðin leikreyndasti leikmaður kvennaliðs Selfoss og kominn með 122 leiki í deild og bikar. Í þessum leikjum hefur hún skorað 81 mörk, þá eru ekki taldir æfingaleikir og leikir í vormótum KSÍ.

Árið 2015 var frábært fyrir hana sem knattspyrnukonu, Hún fór sem fyrirliði Selfoss með lið sitt aftur alla leið á Laugardalsvöll í úrslitaleik í Bikarkeppni KSÍ. Í Pepsi deildinni toppaði liðið sinn besta árangur og endaði í þriðja sæti. Sem dæmi um dugnað Guðmundu þá hefur hún aðeins misst úr einn leik í deildarkeppni á síðustu fjórum  árum.

Guðmunda hefur verið atkvæðamikil með landsliðum Íslands. Á þessu ári var hún orðin fastamaður í A landsliði Íslands og spilaði með landsliðinu á Algarve mótinu ásamt því að spila nokkra leiki í undankeppnum HM og EM. Á sínum ferli með landsliðum Íslands hefur hún spilað 48 leiki og skorað samtals 18 mörk.

Guðmunda er í dag ein mesta fyrirmynd í fótboltanum á Selfossi, hún sýnir og sannar að Selfoss er góður staður til að vera á og að hér sé aðstaða með því besta sem gerist á landsvísu. Hún hefur ávallt verið félagi sínu til sóma innan sem utan vallar.

 

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir – Íþróttafélagið Suðri

Guðrún Hulda - SuðriHulda (eins og hún er alltaf kölluð) hefur undanfarin fjögur ár tekið íþróttina föstum tökum og æft 20 klukkustundir á viku. Hún hefur bætt Íslandsmet í kastgreinum í flokki 20 alls 29 sinnum, þar af 11 sinnum árið 2015.

Árangur í kúlu var 8,50 m 2011 en er 10,26 m 2015. Henni var boðið að keppa á lokamóti Grand Prix hjá IPC í London í sumar ásamt 4 öðrum konum. Hún er mjög góð fyrirmynd varðandi ástundun og reglusemi.

Nánar: Hún bætti met sitt í kúluvarpi utanhúss í flokki 20 fjórum sinnum í sumar úr 9,04 m í 10,26 m. Kringlukastmetið bætti hún þrisvar sinnum úr 27,88 m í 32,27 m. Hulda þeytti einnig sleggjunni lengra en áður eða 15,45 m. Innanhúss bætti Hulda metið í kúlu þrisvar sinnum úr 9,36 m í 9,70 m. Hún er því með 11 met á árinu, fleiri en nokkur annar í frjálsum fatlaðra. Hulda vann sér keppnisrétt á lokamóti IPC-athletics og keppti á Ólympíuleikvanginum í London þar sem hún varð í fimmta sæti.

Staða á heimslista: Nr. 13 á heimslistanum í kúlu í F20. Hún er nr. 10 í Evrópu, en efst á Norðurlöndunum í kúlu í flokki 20.

Afrekaskrá IPC-athletics: http://www.paralympic.org/athletics/results/rankings

Hulda er að æfa núna af kappi til að ná Ólympíumótslágmörk fyrir Paralympics í Ríó 2016.

 

Gyða Dögg Heiðarsdóttir – Mótokrossdeild Umf. Selfoss

Gyða Dögg - MótokrossGyða Dögg Heiðarsdóttir varð Íslandsmeistari á árinu í meistaraflokki kvenna í mótokrossi. Þetta er frábært afrek í ljósi þess að Gyða er aðeins 16 ára og er því mjög ung í sportinu.

Árangur hennar á árinu nánast 100% þar sem hún vann 9 af 10 mótum árins á Íslandsmótinu.

Gyða vann síðan unglingalandsmótið í kvennaflokki og fyrir stuttu var hún valinn akstursíþróttakona ársins á Íslandi af MSÍ (mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands) sem er undir ÍSÍ.

 

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir – Handknattleiksdeild Umf. Selfoss

Handbolti Hrafnhildur HannaHrafnhildur Hanna er 20 ára gömul handknattleikskona sem spilar með meistaraflokki kvenna. Í ár hefur hún náð frábærum  árangri og spilað sig upp í að verða lykilmanneskja í A-landsliði Íslands. Hrafnhildur Hanna er mjög fjölhæf íþróttakona og hefur náð góðum árangri bæði í handbolta og í fimleikum, sem hún æfði samhliða í 12 ár.

Hrafnhildur Hanna hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands í handbolta en hún er nú A-landsliðskona og spilar á móti þeim bestu. Þetta er annað árið hennar með A-landsliði Íslands og er hún nú þegar orðin lykilleikmaður í því liði, sem miðjumaður og skytta, t.a.m. var hún valin maður leiksins hjá íslenska liðinu í síðasta leik þeirra, sem var gegn Noregi. Á árinu hefur hún spilað 11 landsleiki og skorað í þeim 30 mörk, þar af 4 leiki í undankeppni HM og EM.

Hrafnhildur Hanna spilar lykilhlutverk í meistaraflokki Selfoss ,í liði sem hefur verið á mikilli uppleið sl. 3 ár og stefnir hátt í efstu deild kvenna,Olísdeildinni. Hrafnhildur Hanna er markahæsti leikmaður deildarinnar það sem af er þessu keppnistímabili og ein af allra sterkustu leikmönnum deildarinnar.

Hrafnhildur Hanna var markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna síðastliðið tímabil og valin í úrvalslið Olísdeildar sem skytta. Auk þess var hún ein af þremur leikmönnum tilnefnd til „leikmanns ársins“ á lokahófi HSÍ sl. vor. Hún var einnig kjörin leikmaður ársins hjá meistaraflokki Selfoss á lokahófi deildarinnar síðastliðið vor, auk þess að vera markahæst.

Hrafnhildur Hanna er mikil íþróttakona með mikinn metnað fyrir því sem hún er að gera og leggur sig ávallt 100% fram á æfingum og í leikjum fyrir uppeldisfélagið sitt Selfoss og fyrir landið sitt Ísland. Hún er góður félagi, bindismanneskja á áfengi og tóbak og til fyrirmyndar innan vallar sem utan, sem yngri og eldri leikmenn félagsins eru stoltir af og taka sér til fyrirmyndar.

 

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir – Taekwondodeild Umf. Selfoss

Ingibjörg Erla - TaekwondoIngibjörg Erla byrjaði árið á því að verja Norðurlandameistaratitil sinn. Og þess ber að geta að núna hefur hún unnið Norðurlandatitil í öllum Norðurlöndunum. Í maí fór Ingibjörg á Austrian Open ásamt elite-liði taekwondodeildar Selfoss. Hún tapaði því miður fyrsta bardaga, en staðan var frekar jöfn allan tímann, þess má geta að þetta er eitt stærsta mót ársins.

Ingibjörg keppti á Serbian open núna í haust og lenti í öðru sæti, á einu af stærstu mótum ársins. Þetta er besti árangur sem nokkur íslenskur keppandi hefur náð á svokölluðu G-class móti, sem eru mót með hæsta erfiðleika stiginu.

Ingibjörg keppti samtals á níu mótum yfir árið og stóð sig glæsilega á þeim öllum. Hún keppti á móti virkilega sterkum andstæðingi í Póllandi sem síðan vann flokkinn. Ingibjörg lenti í 17. sæti á Turkish open af rúmlega 30 keppendum. Ingibjörg lenti í 9. Sæti á European Club af rúmlega 20 keppendum. Í Marokkó í nóvember lenti  Ingibjörg í 9 sæti af rúmlega 25 keppendum. Brons á Belgian open þann 5. desember.

Æfingabúðir / æfingamót Team Nordic: Janúar 2015 í Noregi vann einn af tveimur bardögum. Í Svíþjóð 2015, vann annan bardagann sinn. Þess má geta að hinn var á móti Elin Johansson sem er númer 1 í sínum flokki. Í Króatíu í ágúst 2015 vann Ingibjörg tvo af þremur bardögum.

Ingibjörg varð Íslandsmeistari 2015 í -57 kg og varði því titilinn.

 

Margrét Lúðvígsdóttir – Fimleikadeild Umf. Selfoss

Margrét - FimleikarMargrét hefur æft fimleika frá unga aldri og náð miklum árangri innan greinarinnar. Margrét er uppalinn Selfyssingur og hefur æft og keppt með fimleikadeild Selfoss í fjölda ára. Margrét stundaði nám við fimleikaakademíu Ungmennfélags Selfoss og FSu af kappi þegar hún var við nám þar en hún útskrifaðist jólin 2014. Margrét er mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur deildarinnar og er hún jafnframt farin að miðla af sinni reynslu til þeirra sem þjálfari.

Margrét keppir með blönduðu liði Selfoss og er algjör lykilmanneskja innan liðsins. Hún keppti á öllum innlendu mótunum og sýndi þar mikla baráttu þegar liðið lenti í mótlæti og uppskar ríkulega með Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitli. Margrét keppti með liðinu á Norðurlandamótinu nú í haust og keppti á öllum áhöldum, það er á trampólíní, dýnustökkum og gólfæfingum. Einnig keppti hún með unglingalandsliði Íslands á Evrópumótinu árið 2012 og þar tók hennar lið gullið. Svo það má segja að hún sé hokin af reynslu sem er gríðarlega mikilvæg  fyrir deildina að eiga sem fyrirmynd og þjálfara yngri iðkenda. Margrét er samviskusöm og metnaðarfull og leggur mikið á sig til að ná sem lengst innan greinarinnar.

Margrét stefnir á að komast í landslið fyrir Evrópumót sem haldið verður í október 2016.

Afrekaskrá 2015 - Keppti einungis í fullorðinsflokki á árinu

Alþjóðlegur árangur

Norðurlandamótið í hópfimleikum 13-15.nóvember 2015
Blandað lið Selfoss 6. sæti með samtals 53,466 stig

Árangur á landsvísu

WOW-mótið í hópfimleikum 21.febrúar 2015
Blandað lið Selfoss 2. sæti  48,433 stig

Bikarmótið í hópfimleikum 15.mars 2015
Blandað lið Selfoss 1. sæti Bikarmeistarar með 52,150 stig

Íslandsmótið í hópfimleikum 17.-18. apríl 2015
Fjölþrautarúrslit 17. apríl
Blandað lið Selfoss 1. sæti 52,683 stig Íslandsmeistarar
Úrslit á einstökum áhöldum 18.apríl
Íslandsmeistarar á dýnu með 16,050 stig
Íslandsmeistarar á trampólíni með 17,200 stig
2. sæti á gólfæfingum með 18,250 stig

Deildarmeistarar í hópfimleikum í flokki blandaðra liða - stigahæsta liðið í lok keppnistímabils

 

Tilnefndir íþróttakarlar Árborgar 2015

Ari Gylfason – Körfuknattleiksfélag FSu

Ari Gylfa - KarfaAri átti mjög gott tímabil sem endaði sl. vor með því að FSu komst upp í úrvalsdeild. Ari var með um 20 stig að meðaltali í leik og 5 fráköst.

Ari gegndi stóru leiðtogahlutverki í liðinu sem einn af reynslumestu leikmönnunum, sérstaklega þegar leið á tímabilið og meira varð undir í leikjunum.

Í úrslitakeppninni leiddi Ari liðið í stigaskori og sýndi að hann getur verið góður leiðtogi á vellinum fyrir yngri strákana.

Í heild má segja að þetta hafi verið besta tímabil Ara hingað til en á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands var Ari valinn besti leikmaður 1. deildar tímabilið 2014-2015.

 

Arnar Logi Sveinsson – Knattspyrnudeild Umf. Selfoss

Arnar Logi - KnattspyrnaArnar hóf ungur að árum að æfa með Ægi í Þorlákshöfn en með samstarfi félaganna Selfoss og Ægis þar sem Arnar hefur spilað með 3. og 2. flokki í samstarfi félaganna þá kom hann yfir í Selfoss til að spila með meistaraflokki í janúar 2015.

Síðastliðin ár hefur Arnar Logi bætt sig mikið sem leikmaður og síðastliðið sumar var gerður nýr þriggja ára samningur við hann. Árið 2015 var mjög gott fyrir Arnar sem leikmann, hann spilaði alla leiki á undirbúningstímabilinu með meistaraflokki ásamt því að vera lykilleikmaður í 2. flokki. Þegar leið á árið fór Arnar nánast eingöngu að spila með meistaraflokki og greinilega mikið efni á ferðinni.

Á lokahófi knattspyrnudeildar var Arnar Logi  valinn efnilegasti leikmaðurinn meistaraflokks ásamt því að vera valinn leikmaður ársins hjá 2. flokki. Arnar Logi hefur ávallt verið félagi sínu til sóma og lagt hart að sér til að ná sínum markmiðum. Hann sýnir og sannar að æfingin skapar meistarann.

 

Aron Emil Gunnarsson – Golfklúbbur Selfoss

Aron Emil - GolfÞrátt fyrir ungan aldur er Aron mikill íþróttamaður. Hann er mjög duglegur að mæta á æfingar og æfir aukalega flesta daga vikunnar.

Aron sigraði 1. flokk í Meistaramóti GOS, sem er frábær árangur hjá svona ungum kylfingi en þar mæta til leiks margir bestu og reyndustu kylfingar klúbbsins.

Aron spilaði í öllum mótum á Íslandsbankamótaröðinni og endaði í 15. sæti.

Við hjá GOS erum stolt af unglingunum okkar og er Aron einn af þeim sterka hópi kylfinga sem er að koma upp í gegnum starfið hjá GOS.

Helstu afrek Arons á árinu:

Golfkarl ársins hjá GOS 2015.

Framfara- og ástundunarbikar GOS 2015.

Verðlaunasæti í mjög mörgum mótum í sumar.

 

Atli Kristinsson – ÍF. Mílan

Atli - HandboltiAtli er á sínu öðru tímabili fyrir Mílan. Hann er liðinu gríðarlega mikilvægur innan sem utan vallar. Inni á vellinum er hann lykilmaður í vörn og sókn og leiðtogi liðsins. Utan vallar er hann í stjórn félagsins og hjálpar gríðarlega mikið til við halda félaginu á lífi á sínum fyrstu starfsárum. Hann var markahæsti maður ÍF. Mílan tímabilið 14/15 með 127 mörk í 20 leikjum og það gerði hann að fjórða markahæsta leikmanni 1. deildar og skilaði Mílunni í 7. sæti af níu á fyrsta tímabili félagsins. Á yfirstandandi tímabili er Atli kominn með 82 mörk í 9 leikjum, en áður en tímibilið er hálfnað er liðið búið að jafna stigafjölda síðasta tímabils, en Atli er um þær mundir sem þetta er skrifað markahæsti leikmaður 1. deildar, en Mílan situr sem stendur í 5. sæti með 10 stig. Í leik Mílan gegn KR þann 27. nóvember 2015 skoraði Atli sitt 1000. deildarmark í Íslandsmóti í handknattleik í sínum 225. leik. Þess má geta að hann hefur allan sinn feril leikið á Selfossi, fyrst með Selfoss og svo ÍF. Mílan. Atli á stóran þátt í því að Íþróttafélagið Mílan varð að veruleika og er enn að vaxa og dafna, og því tilnefnum við hann hér með fyrir hönd ÍF. Mílan til kjörs á Íþróttamanni Árborgar 2015.

 

Bergur Jónsson – Hestamannafélagið Sleipnir

Bergur - HestarÍþróttakarl Sleipnis er Bergur Jónsson hann stóð framarlega í íþróttakepnum hjá Sleipni og víðar.

Opið Íþróttamót Sörla Hafnafirði opinn flokkur tölt meistara 1. sæti á Kötlu frá Ketilstöðum.

Opið Íþróttamót Sörla opinn flokkur fjórgangur 2. sæti á Kötlu frá Ketilstöðum.

Opið WR íþróttamót Sleipnis tölt T1 meistaraflokkur 2. sæti á Kötlu frá Ketilstöðum.

Opið Íþróttamót Sörla gæðingaskeið 1. sæti á Flugni frá Ketilstöðum.

Opið Íþróttamót Sörla gæðingaskeið 2. sæti á Minningu frá Ketilstöðum.

Meistaramót Fákasels og Ljúfs fjórgangur 1. sæti á Kötlu frá Ketilstöðum.

Besti tími Sleipnismanns í 150 m skeiði á Sædísi frá Ketilstöðum.

 

Björgvin Smári Guðmundsson – Skákfélag Selfoss

Björgvin - SkákBjörgvin hefur á undanförnum misserum unnið alla titla félagsins og síðast en ekki síst lagt unglingastarfinu mikið lið.

Hann hefur sl. ár haldið utan um skáknámskeið sem hafa verið í Fischersetrinu og samhliða almennri kennslu haldið utan um skákennsluna í Vallaskóla (áður á Hellu).

 

 

 

 

Brynjar Þór Elvarsson – Knattspyrnufélag Árborgar

Brynjar Þór - KnattspyrnaBrynjar Þór ákvað, eftir að hafa séð tvo leiki með Árborg 2014, að þetta væri klúbburinn sem hann vildi spila með. Hann hreifst af stemningu og samheldninni sem einkennir Árborgarliðið.

Brynjar var ekki í næganlegu góðu formi og hlaupagetan var ekki til staðar. Hann ákvað því að koma sér í smá stand áður en æfingar myndu hefjast seinna um haustið. Leið hans á æfingu var skrykkjótt en að lokum fékk hann leyfi Guðjóns þjálfara um að kíkja á æfingar. Þarna var ekki aftur snúið og ákvað Brynjar Þór að leggja mikið á sig til að draumar hans yrðu að veruleika. Brynjar Þór lagði meira á sig en margur annar.

Þegar Guðjón þjálfari skipti hópnum upp í Árborg 1 og Árborg 2 kom í ljós að okkar maður var í Árborg 2. Í staðinn fyrir að leggjast í sút yfir því jukust æfingarnar og einbeitningin varð allt önnur. Það var svo úr að Brynjar Þór fékk tækifæri með aðalliði Árborgar og gaf hann það ekki eftir.

Tímabilið 2015 gekk vonum framar fyrir Brynjar Þór og var hann einn af máttarstólpum í hjarta varnarinnar. Við hjá knattspyrnufélagi Árborgar erum gríðarlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Brynjari Þór. Metnaður hans, dugnaður og elja er eitthvað sem allir geta tekið til fyrirmyndar.

 

Daníel Jens Pétursson – Taekwondodeild Umf. Selfoss

Daníel Jens - TaekwondoDaníel vann til gullverðlauna á NM 2015 sem haldið var í Noregi að þessu sinni. Daníel vann alla bardagana sína með miklum mun og varði því Norðurlandameistaratitilinn. Daníel keppti á Austrian Open í maí og var annar þeirra tveggja Íslendinga sem unnu bardaga. Í seinni bardaga keppti hann á móti mjög sterkum andstæðing og tapaði aðeins með nokkrum stigum. Hann fékk síðan boð frá þjálfara hins keppandans um að koma og æfa með þeim í Ítalíu. Þess má geta að ítalski keppandinn lenti síðan í þriðja sæti.

Æfingabúðir / æfingamót Team Nordic: Í Noregi janúar 2015 vann Daníel báða bardagana sína. Í Svíþjóð í mars 2015 vann Daníel annan bardagann sinn á móti einum af bestu sænsku keppendunum. Í Króatíu í ágúst 2015, vann Daníel báða bardagana og valinn „best male fighter“.

Árangur innanlands: Daníel vann til gullverðlauna á RIG í sterkasta flokk mótsins. Daníel lenti í öðru sæti á Íslandsmeistaramóti, en andstæðingurinn hans keppti með brynju sem var merkt sem biluð og neitaði síðan sök.

Daníel hefur náð frábærum árangri þrátt fyrir að hafa slitið krossband fyrir aðeins tveimur árum.

Þess ber að geta að Daníel er yfirþjálfari Taekwondodeildar Umf. Selfoss og undir hans stjórn hefur deildin vaxið stöðugt og telur nú rúmlega 130 iðkendur og er fjölmennasta taekwondodeild Íslands.

 

Elmar Darri Vilhelmsson - Mótokrossdeild Umf. Selfoss

elmarmosoElmar Darri varði Íslandsmeistaratitilinn sinn í 85 cc flokki á árinu með mjög öruggum og stöðugum akstri í mótum ársins en Elmar vann 9 af 10 mótum.

Elmar vann siðan unglingaflokk í mótokrossi á unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Akureyri í sumar. Þar keppti hann á stærra hjóli í fyrsta skipti og gerði sér lítið fyrir og vann keppnina.

Elmar er mjög efnilegur í mótokrossinu enda duglegur að æfa sig á brautinni á Selfossi og hefur m.a. verið í æfingabúðum í Bandaríkjunum undir handleiðslu fyrrverandi heimsmeistara.

 

Elvar Örn Jónsson – Handknattleiksdeild Umf. Selfoss

Elvar Örn Jónsson Mynd: Jóhannes Ásgeir EiríkssonÁrið 2015 hefur verið ákaflega árangursríkt hjá Elvar Erni. Hann var í unglingalandsliði Íslands sem vann til bronsverðlauna á Heimsmeistaramótinu í Yekatarinburg í Rússlandi í ágúst sl. sem er annar besti árangur íslensks unglingalandsliðs á heimsmeistaramóti frá upphafi. Liðið vann að auki opna Evrópumeistaramótið sem haldið var í Gautaborg í júlí. Liðið ferðaðist einnig til Qatar í júní. Elvar hefur verið hluti af þessu sigursæla liði undanfarin ár, liðið vann 20 landsleiki í röð, tapaði bara einum leik af 25 á árinu og nýtur fyrir vikið virðingar um allan handboltaheiminn.

Elvar Örn er að auki lykilmaður í ungu meistaraflokksliði Selfoss, sem er eins stendur  í öðru sæti 1. deildar. Einnig er Elvar er markahæsti maður liðsins og einn af markahæstu mönnum deildarinnar.

Elvar Örn var lykilmaður í sigursælasta árgangi sem upp hefur komið í yngri flokkum á Selfossi. Þessi árgangur vann fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla og vann stærsta handboltamót í heimi, Partille Cup í Svíþjóð, sumarið 2013.

Elvar Örn hefur að auki verið aðstoðarþjálfari yngri flokka hjá Selfoss þar sem hann hefur miðlað af þekkingu sinni og reynslu. Hann nýtur mikillar virðingar hjá yngri leikmönnum félagsins enda er Elvar Örn afburða íþróttamaður og mjög góð fyrirmynd í sínu félagi og samfélagi.

Hann leggur mjög hart að sér við æfingar og er góð fyrirmynd þeirra sem vilja ná árangri. Auk þess að spila með Selfoss var hann m.a. við æfingar og keppni með unglingalandsliðinu 52 daga á þessu ári.

Elvar Örn er algjör bindindismaður á áfengi og tóbak, hann er í handboltaakademíu FSu, þar sem hann vann besta afrekið sl. vor, og stefnir hátt. Hann er til að mynda á leið á Evrópumeistaramót í Danmörku næsta sumar.

 

Grímur Ívarsson – Júdódeild Umf. Selfoss

Grímur - JúdóGrímur hefur stundað júdó af kappi og dugnaði á árinu, sem og fyrri ár, og sótt æfingar bæði á Selfossi og í Reykjavík auk þess að hafa farið í æfingabúðir í Þýskalandi. Hann hefur náð framúrskarandi árangri á mótum en Grímur tók þátt í tólf mótum á árinu, þar af þremur alþjóðlegum mótum. Hann vann til verðlauna á öllum mótunum og er nú bæði Norðurlanda- og Íslandsmeistari. Fimm sinnum varð Grímur í 1. sæti og fjórum sinnum í 2. sæti.

Alþjóðleg mót:

Reykjavík International Games (RIG) – Seniorar – (-90 kg) – 3. sæti

Matsumae Cup Danmörku– U18 – (-90 kg) – 2. sæti

Tuzla Cup Berlin – U18 – (-90kg) – 1. sæti

Opna sænska – U18 – (-90kg) – 3. sæti

Norðurlandamót – U18 – (-90 kg) – 2. sæti

Norðurlandamót – U21 – (-90kg) – 1. sæti – NORÐURLANDAMEISTARI

Innlend mót:

Vormót JSÍ – U21 – (-100kg) – 1. sæti

Haustmót JSÍ – U18 – (-90kg) – 1. sæti

Sveitakeppni JSÍ – lið UMFS – 3. sæti

Íslandsmót Seniora – (-100kg) – 2. sæti

Íslandsmót U18 – (+90 kg) – 2. sæti

Íslandsmót U21 – (+90 kg) – 1. sæti – ÍSLANDSMEISTARI

 

Rikharð Atli Oddsson– Fimleikadeild Umf. Selfoss

Rikharð Atli - FimleikarRikharð Atli hefur stundað fimleika hjá deildinni frá unga aldri, enn áður var hann í áhaldafimleikum í Fimleikadeild Ármanns. Rikharð Atli hefur tekið miklum framförum í greininni síðustu ár og nú horfum við til þess að hann er með þeim fremstu hér á landi. Hann hefur náð frábærum árangri með liði sínu hér á Selfossi og er lykilmaður á öllum áhöldum, þ.e.a.s. á trampólíni, dýnustökkum og gólfæfingum. Hann uppskar á árinu þrefaldan sigur þegar liðið hampaði Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitlum á íslenska keppnistímabilinu. Hann endaði árið með frábærum æfingum á Norðurlandamótinu í hópfimleikum nú í haust.

Rikharð Atli er frábær liðsmaður og einnig mikil fyrirmynd fyrir yngri iðkendur deildarinnar bæði sem fimleikamaður og karakter í fimleikasalnum. Rikharð Atli er einnig nemandi við Fimleikaakademíu fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss og FSu og stundar hana af krafti. Rikharð Atli leggur gríðalegan metnað í æfingar sínar og markmiðið er alltaf að bæta við sig erfileika og ná enn lengra. Hann hefur á líðandi ári náð miklum og eftirtektarverðum árangri sem upp verður talinn í afrekaskránni 2015.

Stefnan er nú sett á að komast í landslið fyrir Evrópumót í hópfimleikum sem haldið verður í október 2016.

Afrekaskrá 2015 – Keppti einungis í fullorðinsflokki á árinu sem er að líða

Alþjóðlegur árangur

Norðurlandamótið í hópfimleikum 13.-15. nóvember 2015
Blandað lið Selfoss  6. sæti með samtals 53,466 stig

Árangur á landsvísu

WOW-mótið í hópfimleikum 21. febrúar 2015
Blandað lið Selfoss 2. sæti  48,433 stig

Bikarmótið í hópfimleikum 15. mars 2015
Blandað lið Selfoss 1. sæti Bikarmeistarar með 52,150 stig

Íslandsmótið í hópfimleikum 17.-18. apríl 2015
Fjölþrautarúrslit 17. apríl
Blandað lið Selfoss 1. sæti 52,683 stig Íslandsmeistarar
Úrslit á einstökum áhöldum 18. apríl
Íslandsmeistarar á dýnu með 16,050 stig
Íslandsmeistarar á trampólíni með 17,200 stig
2. sæti á gólfæfingum með 18,250 stig

Deildarmeistarar í hópfimleikum í flokki blandaðra liða - stigahæsta liðið í lok keppnistímabils

 

Sigurjón Ægi Ólafsson – Íþróttafélagið Suðri

Sigurjón Ægir - SuðriSigurjón Ægir hefur verið að æfa lyftingar í fjögur ár.  Hann hefur staðið sig mjög vel, mætt vel á æfingar og er að sýna miklar bætingar í íþróttinni.

Hann keppir í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeyju og lætur sína fötlun ekki stoppa sig í því. Hann er í mikilli framför og bætir sig á hverju móti.

Sigurjón Ægir er góð fyrirmynd og góður félagi, sýnir það og sannar að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

 

 

 

Sverrir Heiðar Davíðsson – Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss

Sverrir Heiðar - FrjálsarÁ árinu 2015 náði Sverrir Heiðar Davíðsson glæsilegum árangri á frjálsíþróttavellinum., Sérstaklega ef haft er í huga að hann byrjaði að æfa frjálsar  í maí 2015. Sverrir stundaði æfingarnar mjög samviskusamlega allt sumarið og árangurinn lét ekki á sér standa. Hann leggur einna mesta áherslu á spjótkast en keppir í fleiri greinum með ágætum árangri. Sverrir er stór og sterkur og fjölhæfur og þrælefnilegur í frjálsíþróttum.

Sverrir Heiðar keppti á fjölda móta á sumrinu allt frá HSK mótum til mótaraðamóta FRÍ og Íslandsmeistaramóta. Árangurinn fór stigvaxandi eftir því sem leið á sumarið. Í sinni sterkustu grein þá keppti hann fjórum sinnum. Á sínu fyrsta móti, HSK móti fullorðinna kastaði hann 44,17 m og varð annar, á lokamótaraðamóti FRÍ á Akureyri þeytti hann spjótinu rúma 49 m, kastaði því svo yfir 50 m á Unglingamóti HSK og endaði svo á að kasta spjótinu  56,04 m á Meistarmóti Íslands í sínum aldursflokki, þar sem hann sigraði nokkuð örugglega.

Sverrir Heiðar varð tvöfaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki, 18-19 ára, á Unglingameistaramóti Íslands utanhúss sem haldið var á Sauðárkróki. Eins og áður sagði varð hann Íslandsmeistari í spjótkasti og sigraði einnig í langstökki með 6,17 m stökki. Hann varð svo þriðji í kúluvarpi með 11,65 m.

Sverrir Heiðar varð stigahæstur karla á Héraðsmóti fullorðinna utanhússs og átti stóran þátt í sigri Selfoss í stigakeppni félaga. Hann sigraði þar í 400 m hlaupi, varð annar í 100 og 200 m hlaupum, langstökki og spjótkasti og fjórði í kringlukasti. Á afrekalista Frjálsíþróttasambands Íslands er Sverrir með þriðja besta árangur ársins í spjókasti í sínum aldurflokki, 18-19 ára pilta.

Sverrir er um þessar mundir þátttakandi í frjálsíþróttaakademíunni við Fsu þar sem æft er fjóra morgna vikunnar. Hann æfir svo fimm sinnum í viku með meistarahópi frjálsíþróttadeildar Selfoss og er því að æfa níu sinnum í viku. Sverrir stundar æfingarnar af kappi og eljusemi og ljóst að það á eftir að skila honum bættum árangri árið 2016.  Sverrir Heiðar er góð fyrirmynd og hefur flest það sem prýða þarf góðan íþróttamann.