Grylupottahlaup logo
Fyrsta Grýlupottahlaup ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 18. apríl. Þátttakendur voru 111 sem er yfir meðaltali síðustu ára og ljóst að fjölmargir vilja taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi. Vonandi verður framhald á góðri mætingu og að veðrið leiki við hlaupara.
Hlaupaleiðinni var sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.
Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum Sunnlenska.is með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.
1. Grýlupottahlaup 2015
Annað hlaup ársins fer fram nk. laugardag 25. apríl. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.
Allir sem lokið hafa fjórum hlaupum fá viðurkenningu og verður verðlaunaafhending laugardaginn 6. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.
Athugasemdir og ábendingar um hlaupið má gjarnan senda til Þuríðar Ingvarsdóttur á netfangið thuryingvars@gmail.com.