Úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar

Uppskeruhátið ÍMA 2015 (20)
Uppskeruhátið ÍMA 2015 (20)

Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar fyrir árið 2015 á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 29. desember sl. Úthlutunin var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss þann 8. desember. Til úthlutunar úr sjóðnum voru 2,5 milljónir en heildarupphæð umsókna var um fimm milljónir króna.

Hluti af úthlutun félagsins, eða um 600 þúsund, fer annars vegar í æfinga- og keppnisferðir á vegum félagsins og hins vegar í námskeið sem þjálfarar félagsins sækja en meginhlutinn, eða 1,9 milljónir, eru styrkir sem renna beint til afreksíþróttamanna okkar.

Í úthlutun ársins 2015 fengu 10 íþróttamenn úthlutuðum styrk að fjárhæð kr. 30 þúsund. Um er að ræða einstaklinga sem flestir eru farnir að láta til sín taka við keppni með yngri landsliðunum Íslands.

24 íþróttamenn fengu styrk að upphæð kr. 60 þúsund og er um að ræða einstaklinga sem keppa með A-landsliðum Íslands eða hafa náð sérstaklega góðum árangri í alþjóðlegri keppni eða á Íslandi. Um er að ræða eftirfarandi einstaklinga: Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir fimleikakona, Ástrós Hilmarsdóttir fimleikakona, Dagný Brynjarsdóttir knattspyrnukona, Daníel Jens Pétursson taekwondomaður, Egill Blöndal Ásbjörnsson júdómaður, Elvar Örn Jónsson hanknattleiksmaður, Eva Grímsdóttir fimleikakona, Eysteinn Máni Oddsson fimleikamaður, Fjóla Signý Hannesdóttir frjálsíþróttakona, Guðmunda Brynja Óladóttir knattspyrnukona, Haraldur Gíslason fimleikamaður, Heiðrún Ósk Sævarsdóttir fimleikakona, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir handboltakona, Hugrún Hlín Gunnarsdóttir fimleikakona, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir taekwondokona, Kristín Björg Hrólfsdóttir taekwondokona, Konráð Oddgeir Jóhannsson fimleikamaður, Lars Möller Kristiansen fimleikamaður, Margrét Lúðvígsdóttir fimleikakona, Rikharð Atli Oddsson fimleikamaður, Rúnar Freyr Jóhannsson fimleikamaður, Unnar Freyr Bjarnarson fimleikamaður, Unnur Þórisdóttir fimleikakona, Þór Davíðsson júdómaður.

Við óskum öllu afreksfólki okkar innilega til hamingju með glæsilegan árangur undir merkjum Selfoss og Íslands. Við erum stolt af ykkur og óskum ykkur gæfu og góðs gengis á komandi árum.

Úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði 2015

---

Frá úthlutun styrkja 2015 frá vinstri Guðmundur Kr. Jónsson formaður Umf. Selfoss, Aðalbjörg Ýr, Fjóla Signý, Ástrós, Ingibjörg Erla, Guðmunda Brynja, Tryggvi Þórisson sem tók við verðlaunum fyrir Unni systur sína, Kristín Björg, Daníel Jens, Haraldur, Konráð Oddgeir, Egill, Margrét, Heiðrún, Elvar Örn, Rikharð Atli, Hrafnhildur Hanna, Rúnar Freyr, Eysteinn Máni, Hugrún Hlín, Unnar Freyr og Gissur Jónsson framkvæmdastjóri Umf. Selfoss. Á myndina vantar Dagnýju, Evu, Lars Möller og Þór.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gunnar Þór Gunnarsson