hsk_rgb
Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur ákveðið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2016. Alls bárust 31 umsókn til sjóðsins í ár fyrir auglýstan frest. Úthlutað var rúmri einni og hálfri milljón úr sjóðnum en áætlaðar hans í ár eru tæpar þrjá milljónir.
Alls fengu átta verkefni á vegum Umf. Selfoss styrk úr Verkefnasjóðnum samtals að upphæð kr. 1.055.000. Greint er frá styrkveitingum á vefsíðu HSK.
Forsendur úthlutunar eru svipaðar og í fyrra. Líkt og í fyrra eru veittir afreksstyrkir. Forsenda þess að einstaklingar hljóti þá er að viðkomandi hafi átt sæti í A-landsliði. Þá er rétt að geta þess að upphæð vegna menntunar þjálfara erlendis er hækkuð úr 20.000 í 30.000 kr.
Tilgangur sjóðsins er m.a. að styrkja félags- og íþróttastarf á sambandssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins og vill aðalstjórn Umf. Selfoss og deildir félagsins vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til HSK fyrir styrkina sem nýtast félaginu og félagsmönnum afar vel.