Yfirburðasigur HSK/Selfoss á MÍ 11-14 ára

HSK-Selfoss með þjálfurum
HSK-Selfoss með þjálfurum

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram með glæsibrag á Selfossvelli um helgina þar sem 244 ungmenni voru skráð til leiks. Umgjörð, skipulagning og framkvæmd mótsins var til fyrirmyndar hjá heimamönnum í HSK/Selfoss.

Glæsilegur árangur náðist á mótinu en alls var um að ræða 277 persónulegar bætingar og þar af þrjú Íslandsmet. Í frjálsíþróttum eru ástundun og persónulegar framfarir hvers og eins á öllum getustigum eitt helsta markmið starfsins.

Lið HSK/Selfoss hlaut 1169,5 stig og vann heildarstigakeppnina með miklum yfirburðum en næst komu Ungmennafélag Akureyrar (UFA) með 492 stig og FH með 405 stig. Lið HSK/Selfoss vann keppni í öllum aldursflokkum stráka og stúlkna utan einn sem UFA vann.

Upplýsingar um öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Myndir af mótinu má finna á fésbókarsíðu Ungmennafélags Selfoss.

---

Keppendur ásamt þjálfurum voru kampakátir með glæsilegan árangur.
Á myndunum hér fyrir neðan eru sigurvegarar í hverjum aldursflokki fyrir sig. Einnig mynd af stoltum foreldrum í lok mótsins.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson

11 ára kk 11 ára kvk 12 ára kk 12 ára kvk 13 ára kk 13 ára kvk 14 ára kk 14 ára kvk HSK-Selfoss HSK-Selfoss foreldrar