Selfoss merki
Strákarnir á yngra ári í 5. flokki stóðu í ströngu um seinustu helgi þegar þriðja mót vetrarins fór fram í Mosfellsbæ.
Selfoss 1 sigraði efstu deild með yfirburðum. Þeir hafa þar með unnið öll þrjú mót vetrarins og einnig alla sína leiki. Strákarnir verða í svakalegri baráttu um Íslandsmeistaratitilinnn við FH á síðustu tveim mótunum en þeir ætla sér að sigra þriðja árið í röð.
Selfoss 2 lék í 2. deild um helgina og stóðu sig vel. Þeir áttu erfiðan fyrsta leik og töpuðu illa fyrir sterku liði Víkings. Þeir rifu sig síðan upp og áttu hörkuleik á móti ÍR, sterkasta liði deildarinnar, en það dugði ekki til og urðu þeir að sætta sig við ósigur. Því næst mættu þeir Fram og sigruðu örugglega. Þeir mættu svo Fjölni í lokaleik og voru með leikinn í öruggum höndum en misstu það niður í klaufalegt jafntefli þar sem tréverkið var okkar versti óvinur. Þriðja sæti í deildinni varð því niðurstaðan eftir skemmtilegt mót.
Selfoss 3 stóð sig með stakri prýði á mótinu um helgina og enduðu í 2-3 sæti. Strákarnir eru búnir að bæta sig gríðarlega mikið í vetur og er framtíðin björt hjá þeim ef þeir halda áfram á sömu braut. Þeir töpuð einum leik með minnsta mun, gerðu jafntefli í hörkuleik þar á eftir og sigruðu loks næsta leik örugglega. Síðasti leikurinn strákanna var svolítið skrítinn því mótherjinn mætti ekki til leiks. Strákarnir voru ekki búnir að fá nóg svo þeir skiptu í tvö lið og kepptu innbyrðis. Selfoss sigraði þann leik örugglega.
öþ
Selfoss 1
Neðsta röð f.v.: Þorsteinn, Fannar og Valdimar.
Næst neðsta röð f.v.: Aron, Alexander og Haukur Páll.
Næst efsta röð f.v.: Haukur Þ. og Sölvi.
Efsta röð f.v.: Sverrir (þjálfari) og Örn (þjálfari).
Selfoss 2
Efri röð f. v.: Tryggvi, Þorvarður, Máni J. og Sigurður.
Neðri röð f. v.: Eyþór, Máni Páll, Daníel, Kári, Gunnar og Valur.
Selfoss 3
F. v. Sverrir (þjálfari), Bergsveinn, Sigurður, Einar Kári, Arnór, Daníel, og Þorbergur.
Fyrir framan: Einar Ágúst (fremri) og Guðmundur (aftari).