28.08.2018
Tómstundamessa Árborgar fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla miðvikudaginn 29. ágúst. Viðburðurinn er haldinn í góðu samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Á tómstundamessunni verður hægt að kynna sér þau fjölmörgu námskeið og æfingar sem standa til boða fyrir börn og unglinga í Sveitarfélaginu Árborg.
28.08.2018
Á dögunum endurnýjuðu sex stúlkur úr 3.flokk samninga sína við Selfoss til tveggja ára. Það eru þær Sigríður Lilja Sigurðardóttir, Elín Krista Sigurðardóttir, Rakel Guðjónsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Agnes Sigurðardóttir og Sólveig Erla Oddsdóttir.
27.08.2018
Pólverjinn Pawel Kiepulski hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára. Pawel er 31 árs gamall markmaður sem spilað hefur í efstu deild í Póllandi allan sinn feril, nú síðast með liðinu GSPR Gorzów Wielkopolski.
25.08.2018
Það var nóg um að vera hjá bæði meistaraflokk kvenna og karla í vikunni, en bæði lið kepptu á æfingamótum. Meistaraflokkur kvenna tók þátt í Bauhausmótinu í Valsheimilinu.
25.08.2018
Nú er í slétt vika í fyrsta leik vetrarins, leik Selfoss og Dragunas í Evrópukeppni félagsliða.Almenn miðasala er nú hafin og fer hún fram í verslun Baldvins & Þorvaldar.
23.08.2018
Æfingar í júdó fara í fullan gang mánudaginn 4. september. Æfingar fara fram í gamla íþróttahúsi Sandvíkurskóla sem er staðsett norðan við Sundhöll Selfoss.
23.08.2018
Við viljum minna á forsöluna fyrir leik Selfoss og Dragunas í Evrópukeppni félagsliða (EHF cup) þann 1. september nk.Forsalan fer fram í Iðu í kvöld, á milli klukkan 18 og 20.
22.08.2018
Sarah Boye, örvhentur hornamaður, hefur samið við handknattleiksdeild til eins árs. Sarah er 21 árs gömul frá Danmörku og spilaði áður með liði HIH Herning Ikast Håndbold í Danaveldi.Sarah er kærkomin viðbót við liðið enda ekki margir örvhentir leikmenn kvennamegin, mun hún því koma til með að styrkja hóp meistaraflokk kvenna.
20.08.2018
Í haust ætlum við að byrja með nýjan hóp fyrir iðkendur 13 ára og eldri. Hópurinn verður fyrir þá sem vilja æfa fimleika án þess að taka þátt í keppni.
20.08.2018
Við erum stolt að segja frá því að Aníta Þorgerður Tryggvadóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri yngsta stigs hjá okkur. Hún tekur þar við af Þyrí Imsland sem við þökkum í leiðinni fyrir gott starf síðustu ár :)Aníta er íþróttafræðingur að mennt og hefur verið viðriðin fimleika frá unga aldri.