06.04.2014
Kvennalandsliðið vann sanngjarnan sigur á Ísrael í gær í undankeppn HM en leikið var á Ramat Gan vellinum. Lokatölur urðu 1- 0 fyrir okkar stúlkum eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.
05.04.2014
Á morgun, sunnudag, kl. 11 leikur Selfoss æfingaleik við FH á Selfossvelli. Í leiknum spila þrír leikmenn sem eru til reynslu hjá Selfoss og verður gaman að sjá hvernig þeir passa í liðið með þeim ungu og efnilegu strákum sem eru að vaxa úr grasi á Selfossi.
04.04.2014
Um helgina fer Landsbankamótið í 7. flokki stráka og stelpna fram á Selfossi. Þetta er fjórða árið í röð sem handknattleiksdeildin heldur mótið og hefur það tekist með glæsibrag hingað til.Öll lið leika 3-4 leiki hvorn dag en leikið er á þremur völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og á þremur völlum í Iðu íþróttahúsi FSu. Leikið er eftir minniboltareglum þar sem fjórir eru inn á vellinum í einu í hvoru liði.
03.04.2014
Grýlupottahlaup Selfoss 2014 hefst fyrsta laugardag sumars sem er laugardagurinn 26. apríl nk. og er þetta í 45. skipti sem hlaupið er haldið.Eins og undanfarin ár fer skráning fram í Tíbrá, félagsheimili Umf.
03.04.2014
Þessa vikuna er Serbinn Zoran Ivic gestaþjálfari hjá handknattleiksakademíu FSu og Umf. Selfoss og er hann hér í boði Sebastians Alexanderssonar yfirþjálfara akademíunnar.Zoran Ivic er afar virtur á sínu svið og hefur starfað sem handknattleiksþjálfari sem atvinnumaður í 21 ár, aðallega í Serbíu.
01.04.2014
Selfyssingar taka á móti Eyjamönnum í Lengjubikarnum í dag. Leikurinn hefst kl. 18:30 á Selfossvelli. Selfyssingar eru búnir að tapa tveimur seinustu leikjum gegn KV og Stjörnunni á meðan Eyjamenn eru aðeins búnir að skora eitt mark í síðustu þremur leikjum.
28.03.2014
Selfoss vann yfirburða sigur á liði Þróttar í kvöld. Það tók Selfoss nokkrar mínútur að komast í gang í upphafi leiks og komust Þróttarar yfir í stöðunni 4-2 en þá tóku okkar strákar við sér og var staðan orðin 5-9 þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan í hálfleik var 9-18 fyrir Selfoss.
28.03.2014
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu er óðum að undirbúa komandi keppnistímabil í Pepsideildinni.Undirbúningstímabilið er langt og strangt og nauðsynlegt að brjóta upp hefðbundnar æfingar til að stytta biðina eftir að komast á iðagrænt grasið.
28.03.2014
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss gekk í dag frá samningum við fjóra leikmenn meistaraflokks kvenna og samstarfssamningi við Íslandsbanka á Selfossi.Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliða meistaraflokks, undirritaði nýjan tveggja ára samning. Guðmunda er einn af máttarstólpum Selfoss í meistaraflokki og lykilmaður í liði Selfoss í Pepsi deildinni sem hefst í maí.Hún var markahæsti leikmaður liðsins á seinasta keppnistímabili með 11 mörk og var valin efnilegasti leikmaður Pepsi deildarinnar 2013 af þjálfurum og leikmönnum allra liða. Í nóvember 2013 lék hún sinn fyrsta A-landsleik og spilaði einnig með íslenska liðinu á Algarve mótinu í Portúgal í byrjun mars.
28.03.2014
Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2013. Til úthlutunar að þessu sinni voru 67 m.kr.