Í vikunni fengum við til okkar fyrirlestur frá Sjálfsaga, sem samanstendur af Margréti Láru Viðarsdóttur og Einari Erni Guðmundssyni. Þau komu með fyrirlestur fyrir fimleikaakademíuna okkar og tveir elstu flokkarnir okkar fengu boð um að koma með.
Þau fjölluðu um áhættuþætti ofþjálfunar, mikilvægi góðrar endurheimtar, sjálfsmeðferðar, góðrar hvíldar og svefns. Að auki töluðu þau um mikilvægi andlegs styrks til þess að takast á við mótlæti, erfiðleika og þá þætti sem við stjórnum ekki í íþróttinni okkar. Þá var komið inn á jákvætt sjálfstal, félagslegt tengsl og sjálfstraust.
Fyrirlesturinn var fróðlegur og þau náðu vel til hópsins.
Við þökkum Margréri Láru og Einari Erni kærlega fyrir komuna.