Selfoss 1
Rúmlega 200 þátttakendur frá átta félögum mættu í íþróttahúsið Baulu við Sunnulækjarskóla sl. sunnudag. Þar hélt Fimleikadeild Selfoss Nettómótið í hópfimleikum í annað sinn en mótið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor í keppni í hópfimleikum.
Mótið fór mjög vel fram í alla staði og keppendur fóru glaðir heim með viðurkenningu fyrir þátttökuna. Keppendur voru á aldrinum 7-13 ára en mótinu var aldursskipt. Fimleikadeildin vill koma þökkum til allra sem lögðu hönd á plóg og Nettó á Selfossi kærlega fyrir stuðninginn.
ob
---
Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum af þeim liðum sem kepptu á mótinu en fleiri myndir á finna á fésbókarsíðu Fimleikadeildar Selfoss.