HSK mót í fimleikum

hsk_rgb
hsk_rgb

HSK mótið í fimleikum var haldið 8. febrúar 2015 í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Fimleikadeild Þórs Þorlákshöfn hélt mótið að þessu sinni og gekk mótið mjög vel fyrir sig. Á þessu móti voru níu lið frá tveimur félögum skráð til leiks. Liðin komu frá Selfossi og Þór Þorlákshöfn. Mikil fækkun var á liðum frá fyrri árum.

Keppt var í 5, 4, 3, Kky og meistaraflokk. HSK meistarar voru krýndir í Kky, 4. og 3. og meistaraflokki. HSK meistarar eru þeir sem hafa hæstu samanlagða einkunn óháð aldri í þessum flokkum. Það var Selfoss 11 sem kepptu í 4. flokki sem urðu HSK meistarar. Þór T-3 urðu HSK meistarar í 3. flokki og Þór T-1 í meistaraflokki, því miður varð misskilingur og gleymdist að tilkynna HSK meistara í kky flokk, en fengu þeir drengir sendan bikar en það voru strákarnir í Selfoss HB21.

Úrslit HSK mótsins:

hsk fimleikar 2015