jóla4
Árleg jólasýning fimleikadeildar Selfoss fór fram laugardaginn 7. desember. Þetta er í 14. skipti sem sýningin er þemabundin og í ár var ákveðið að endursegja Disney-ævintýrið um Aladdín.
Alls tóku um 210 börn á aldrinum 4-16 ára þátt í hverri sýningu, en alls voru rúmlega 300 börn sem sýndu á öllum þremur sýningunum.
Sýning á borð við þessa tekur langan tíma í undirbúningi, en jólasýningarnefndin var skipuð í september og hefur hún unnið hörðum höndum að sýningunni síðan þá. Síðstu vikur hefur verið nóg að gera hjá nefndinni og allt í lagt til að gera sýninguna sem glæsilegasta. Nefndin samanstendur af sex þjálfurum, en það eru þær Aníta Þorgerður Tryggvadóttir, Kristín Hanna Jóhannesdóttir Margrét Lúðvígsdóttir, Nadía Björt Hafsteinsdóttir, Sigríður Ósk Harðardóttir og Þyrí Imsland. Þær eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra vinnu og fyrir að gera sýninguna að raunveruleika.
Jólasýningin gæti ekki orðið án aðstoðar frá góðu fólki og fyrirtækjum og má þar fyrst nefna - að öllum öðrum ólöstuðum - Öldu Sigurðardóttur, sem hefur verið ómetanleg hjálp í búningahönnun og búningagerð síðustu ár. Ýmis fyrirtæki hafa komið okkur til hjálpar með ýmis konar styrkjum, afsláttum eða liðlegheitum; Alvörubúðin, Bílverk BÁ, Byko, EB kerfi, Eimskip, HP kökugerð, Íslandsbanki, Lyfja, Nettó, Rúmfatalagerinn, Prentverk og Sveitafélagið Árborg og kunnum við þeim miklar þakkir.
Við erum einnig þakklát öllum þeim sem komu á einhvern hátt að sýningunni; Eldhúskonunum okkar, Helgu Margréti Höskuldsdóttur, sögumanni og Ingu Heiðu Heimisdóttur ljósmyndara. Allir foreldrar, iðkendur og þjálfarar fá miklar þakkir fyrir hjálpina á jólasýningardag og í undibúningnum og fyrir að taka þátt í öllu ferlinu með okkur.
Myndir: Inga Heiða Heimisdóttir, ljósmyndari. Finna má fleiri myndir á Facebook: Selfoss fimleikamyndir.