Í síðustu viku birt á heimasíðu ASÍ niðurstaða úr könnun verðlagseftirlits ASÍ sem tók saman hvað það kostar að æfa fimleika fyrir 8-10 ára börn haustið 2015.
Óhætt er að segja að fimleikadeild Selfoss komi vel út úr samanburðinum en mánaðargjald í hjá deildinni er um 40% ódýrara en hjá sambærilegum félögum á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er hækkun á æfingagjöldum deildarinnar um 8% sem er undir meðaltalshækkun félaganna sem könnunin nær til.
Verðlagseftirlitið bar saman gjaldskrá fyrir 8-10 ára börn sem æfa u.þ.b. 4. klst. á viku, en tekinn er saman æfingakostnaður fram að jólum (fjórir mánuðir). Ekki er tekið tillit til þess hvaða fimleika er verið að æfa (t.d. almenna, hóp- eða áhalda). Öll félögin eiga það sameiginlegt að setja saman gjaldskrá eftir aldri og fjölda klukkustunda sem æft er í viku hverri.
Nánari upplýsingar um könnunina er á heimasíðu ASÍ.