Skráning í íþróttaskólann hafin

íþrskóli
íþrskóli

Skráning í íþróttaskólann er hafin, en námskeiðið hefst 20. janúar.

Æfingarnar fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla alla sunnudaga frá og með 20. janúar til 28. apríl. (12 skipti)

Æfingatímar eru eftirfarandi:
Hópur 1: 09:30-10:20 (2016-2018)
Hópur 2: 10:30-11:20 (2014-2016)
Hópur 3: 11:30-12:20 (2013-2015)

Hér má sjá að aldursskiptingin skarast og velja því foreldrar þann hóp sem hentar sínu barni best, með það í huga að hóparnir eru mis krefjandi.

Námskeiðið kostar 15.500 krónur og fer skráning fram í gegnum Nóra á slóðinni https://selfoss.felog.is/

Þjálfarar eru Berglind Elíasdóttir íþróttakennari og Unnur Þórisdóttir nemi í sjúkraþjálfun, ásamt aðstoðarþjálfurum.