Anna Metta með brons í þrístökki

Anna Metta á verðlaunapalli á MÍ
Anna Metta á verðlaunapalli á MÍ

Meistaramót Íslands, aðalhluti,  var haldið í Laugardalshöll helgina 22.-23.febrúar sl.  Þrír keppendur frjálsíþróttadeildar Selfoss tóku þátt.  Hin unga og efnilega Anna Metta Óskarsdóttir vann bronsverðlaun í þrístökki með 11,33m löngu stökki þrátt fyrir að vera einungis 14 ára gömul Hún setti Íslandsmet í þrístökki síðustu helgi í flokki 15 ára þegar hún stökk 11,59m.  Auk þessi keppti Anna Metta í langstökki og stökk hún 5,25m og endaði í 7.sæti.  Hjálmar Vilhelm Rúnarsson keppti í kúluvarpi og varpaði hann 7,26kg kúlunni 12,64m og náði 5.sæti, hann var 40cm frá HSK meti Magnúar Arons Hallgrímssonar frá 1993.  Hugrún Birna Hjaltadóttir stökk 4,97m í langstökki og náði 9.sæti auk þess sem hún hljóp 200m á 28,06sek.  Næsta mót er Bikarkeppni FRÍ sem er næstu helgi í Hafnarfirðinum.