Bryndís Embla með Íslandsmet og HSK/Selfoss stelpur Bikarmeistarar

Kvennalið HSK/Selfoss varð Bikarmeistari í flokki 15 ára og yngri
Kvennalið HSK/Selfoss varð Bikarmeistari í flokki 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram í Kópavoginum þann 17.ágúst sl. Lið HSK/Selfoss sendi eitt karlalið og tvö kvennalið til keppninnar. Kvennaliðið varð Bikarmeistari með 72 stig en í heildarstigakeppninni endaði lið HSK/Selfoss í 4.sæti með 92 stig.

Bryndís Embla Einarsdóttir varð Bikarmeistari í spjótkasti (400gr) er hún kastaði spjótinu 48,79m. Hún sló í leiðinni 26 ára gamalt Íslandsmet Sigrúnar Fjeldsted í flokki 15 ára sem var 48,11m. Þetta risakast hennar var auk þess mótsmet og að sjálfsögðu HSK met í flokki 15 ára. Ásta Kristín Ólafsdóttir sem keppti með B-liði HSK/Selfoss varð önnur í spjótkasti með 34,84m. Arndís Eva Vigfúsdóttir varð Bikarmeistari í kúluvarpi með 11,39m og hún varð önnur í kringlukasti er hún þeytti henni 36,65m. Auk þess var hún í silfursveit HSK/Selfoss í 1000m boðhlaupi. Anna Metta Óskarsdóttir var einnig í silfursveitinni í boðhlaupinu ásamt því verða Bikarmeistari í langstökki með 5,19m löngu stökki og koma þriðja í mark í 300m hlaupi á tímanum 45,24sek. Aðrir meðlimir HSK/Selfoss stóðu sig afbragðsvel og höluðu inn dýrmæt stig.

Bryndís Embla sló 26 ára gamalt Íslandsmet í spjótkasti í flokki 15 ára