Íslandsmeistarar unglinga 2024

Íslandsmeistarar 15-22 ára 2024
Íslandsmeistarar 15-22 ára 2024

Lið HSK/Selfoss sigraði glæsilega á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem haldið var á Selfossvelli helgina 22.-23.júní sl. Lið HSK/Selfoss hlaut 414 stig en lið UFA varð í öðru sæti með 231 stig. Lið HSK/Selfoss sigraði í flokkum hjá piltum 16-17 ára, stúlkum 15 ára og stúlkum 16-17 ára. Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkar fólki. Félagar í frjálsíþróttadeild Selfoss unnu glæsilega sigra á mótinu en hæst báru afrek þeirra Bryndísar Emblu Einarsdóttur sem setti mótsmet í spjótkasti og Hjálmars Vilhelms sem varð fimmfaldur Íslandsmeistari. Átján Íslandsmeistaratitlar náðust í einstaklingsgreinum auk þess sem félagar deildarinnar unnu til fjölda silfur- og bronsverðlauna

FLOKKUR 15 ÁRA:

Bryndís Embla Einarsdóttir: spjótkast 1.sæti 42,02m, sleggjukast 1.sæti 38,39m, kúluvarp 2.sæti 11,24m, 4x100m boðhlaup 2.sæti 56,06s og kringlukast 3.sæti 36,98m.

Arndís Eva Vigfúsdóttir: kúluvarp 1.sæti 11,27m, kringlukast 2.sæti 37,13m, 4x100m boðhlaup 2.sæti 56,06s, hástökk 3.sæti 1,48m.

Aldís Fönn Benediktsdóttir: 2000m hlaup 1.sæti, 4x100m boðhlaup 2.sæti 56,06s og 4x400m boðhlaup (20-22 ára) 2.sæti 4:34,13m.

FLOKKUR 16-17 ÁRA:

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson: Þrístökk 1.sæti 13,33m, Kúluvarp 1.sæti 13,52m, sleggjukast 1.sæti 35,27m, spjótkast 1.sæti 55,28m, 4x100m boðhlaup 1.sæti 46,33s, stangarstökk 2.sæti 3,10m og kringlukast 2.sæti 44,01m.

Vésteinn Loftsson: Kringlukast 1.sæti 45,76m, 4x100m boðhlaup 1.sæti 36,33s, 4x400m boðhlaup (20-22 ára) 2.sæti 4:34,13m og kúluvarp 3.sæti 11,96m.

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson: 800m hlaup 1.sæti 2:02,25m og 4x100m boðhlaup 1.sæti 46,33 sek

Kristján Kári Ólafsson: sleggjukast 2.sæti 32,12m, 4x100m boðhlaup (18-19 ára) 3.sæti 51,12s og kringlukast 3.sæti 31,21m.

Ísold Assa Guðmundsdóttir: hástökk 1.sæti 1,53m, stangarstökk 1.sæti 2,60m, kringlukast 1.sæti 28,46m, þrístökk 2.sæti 10,18m, 4x100m boðhlaup 2.sæti 56,62s, langstökk 3.sæti 4,54m, kúluvarp 3.sæti 10,74m og 100m grind 3.sæti 17,50s.

Hugrún Birna Hjaltadóttir: 400m grind 1.sæti 78,71s, langstökk 2.sæti 4,94m, 100m grind 2.sæti 17,37s, 4x100m boðhlaup 2.sæti 56,62s, 4x400m boðhlaup (20-22 ára) 2.sæti 4:34,13m, 400m hlaup 3.sæti 64,48s og þrístökk 3.sæti 9,80m

Sara Mist Sigurðardóttir: 1500m hlaup 2.sæti 7:06,42m, 3000m hlaup 2.sæti 15:13,25m, 4x100m boðhlaup 2.sæti 56,62s, stangarstökk 3.sæti 1,70m og sleggjukast 3.sæti 29,57m.

Dagmar Sif Morthens: spjótkast 2.sæti 34,99m og 4x100m boðhlaup 2.sæti 56,62s.

Hjördís Katla Jónasardóttir: stangarstökk 2.sæti 2,10m og 4x100m boðhlaup 2.sæti 56,62s.

Arna Hrönn Grétarsdóttir: hástökk 2.sæti 1,47m

FLOKKUR 18-19 ÁRA:

Daníel Breki Elvarsson: spjótkast 1.sæti 49,61m og 4x100m boðhlaup  3.sæti 51,12s

Marteinn Maríus Marteinsson: 4x100m boðhlaup  3.sæti 51,12s

Hanna Dóra Höskuldsdóttir: spjótkast 1.sæti 30,52m, 100m grind 2.sæti 16,78s, hástökk 2.sæti 1,56m, kringlukast 2.sæti 31,44m, sleggjukast 2.sæti 35,47m og langstökk 3.sæti 4,85.

FLOKKUR 20-22 ÁRA:

Hildur Helga Einarsdóttir: kúluvarp 1.sæti 10,96m, kringlukast 1.sæti 31,59m, spjótkast 3.sæti 28,52m og sleggjukast 3.sæti 29,28m