17.10.2017
Laugardaginn 7. október fóru Bronsleikar ÍR fram í Laugardalshöllinni. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.
11.09.2017
Hin árlega kastþraut Óla Guðmunds fór fram með pompi og prakt föstudaginn 8. september 2017 í sautjánda sinn. Að þessu sinni tóku þátt sjö karlar og sjö konur.Í karlaflokki sigraði Jón Bjarni Bragason, Breiðabliki, með 2.908 stig.
08.09.2017
Helgina 26.-27. ágúst fór Meistaramót Íslands 15-22 ára fram á Laugardalsvellinum. HSK/Selfoss sendi öflugt 33 manna lið til leiks sem gerði sér lítið fyrir og tók 23 gull, 17 silfur og 17 brons auk þess að vinna báða 15 ára aldursflokkana og verða í öðru sæti á eftir ÍR í heildarstigkeppni félaga.
05.09.2017
Ný tímabil hófust hjá flestum deildum Umf. Selfoss 1. september sl. Vetraræfingar hafa farið vel af stað og er fjölgun í öllum hópum hjá félaginu.Við viljum hvetja foreldra og forráðamenn til að ganga frá greiðslu æfingagjalda sem allra fyrst en um miðjan september verða sendir greiðsluseðlar fyrir öllum ógreiddum æfingagjöldum hjá félaginu.Gengið er frá greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni.
04.09.2017
Laugardaginn 2. september fór Meistaramót Íslands í fjölþrautum fram í Kópavogi. HSK/Selfoss átti tvo keppendur þ.e. Dag Fannar Einarsson í flokki 15 ára pilta og Hildi Helgu Einarsdóttur í flokki 15 ára stúlkna.
31.08.2017
Vetrarstarfið hjá yngstu hópum í frjálsum hefjast miðvikudaginn 6. september. Iðkendur 10-13 ára hefja æfingar mánudaginn 11. september og meistarahópurinn hefur keppnistímabilið með upplýsingafundi í Iðu mánudaginn 25.
29.08.2017
Fimmtudaginn 31. ágúst mun Sveitarfélagið Árborg standa fyrir svokallaðri „Tómstundamessu" í íþróttahúsinu Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga fá tækifæri til að kynna starfið sitt fyrir nemendum í grunnskólum Árborgar og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra.
24.08.2017
Frjálsíþróttadeild Selfoss auglýsir lausa stöðu þjálfara veturinn 2017-2018. Um er að ræða þjálfun 2 x í viku með krakka fædda 2010-2012.
22.08.2017
HSK/SELFOSS urðu þrefaldir bikarmeistarar í frjálsum íþróttum 15 ára og yngri um helgina. Tvö lið frá HSK/Selfoss tóku þátt á bikarmótinu sem fram fór á Akureyri og varð A-liðið bikarmeistari í piltaflokki, stúlknaflokki og samanlagt með 145 stig.
18.08.2017
Brúarhlaup Selfoss 2017 fór fram laugardaginn 12. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Hlaupið fór afar vel fram og lék veðrið við hlaupara.