MÍ | Ástþór Jón setti HSK met

Meistaramót Íslands í frjálsum, aðalhluti fór fram í Laugardalshöll um síðustu helgi og tóku sjö keppendur af sambandssvæði HSK þátt.

Fjórir einstaklingar sæmdir silfurmerki Selfoss

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss fór fram í félagsheimilinu Tíbrá í gær. Á fundinum var sitjandi stjórn öll endurkjörin en hana skipa Helgi Sigurður Haraldsson formaður, Svanhildur Bjarnadóttir gjaldkeri og Þuríður Ingvarsdóttir ritari ásamt meðstjórnendunum Dýrfinnu Sigurjónsdóttur, Helgu Sigurðardóttur, Höllu Baldursdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem jafnframt er fulltrúi iðkenda 16-25 ára.Í skýrslu stjórnar kom fram að árið 2016 var glæsilegt starfsár hjá deildinni, bæði innan vallar sem utan.

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar 2017

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 20. febrúar klukkan 19:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur.Allir velkomnir.Frjálsíþróttadeild Umf.

Dagur Fannar og Bríet með HSK-met á RIG

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir, oft nefndir RIG leikarnir, fóru fram í Laugardalshöll um liðna helgi. Sunnlendingar áttu flotta fulltrúa sem allir stóðu fyrir sínu.Guðrún Heiða Bjarnadóttir, Selfossi, stökk 5,41 m og varð önnur í langstökki kvenna.Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfossi , keppti í 60 m grindahlaupi og hljóp á sínum ársbesta tíma 9,38 sek og varð fimmta, en hún var búin að hlaupa á 9,44 sek í janúar.Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, keppti í kúluvarpi en gekk ekki alveg nógu vel þar sem hún gerði öll sín köst ógild.

MÍ 11-14 ára | Yfirburðir Skarphéðinsmanna

Selfoss mætti ásamt félögum sínum í Héraðssambandinu Skarphéðni með gríðarlega sterkt lið til leiks á Meistaramót Íslands 11-14 ára sem fram fór í Kaplakrika um helgina.

MÍ í fjölþrautum | Hákon Birkir Íslandsmeistari í fimmtarþraut

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram um liðna helgina og átti HSK/Selfoss sjö keppendur sem allir stóðu sig með sóma. Í heildina voru 34 keppendur í öllum flokkum sem hófu keppni.Keppt var í fjórum flokkum pilta: 15 ára, 16-17 ára, 18-19 ára og 20 ára og eldri, og þremur flokkum stúlkna en þar er fullorðinsflokkurinn 18 ára og eldri.Hákon Birkir Grétarsson Selfossi varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut 15 ára pilta með 2.245 stig.

Áramótabingó frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss

Hið árlega Áramótabingó frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið í Iðu, íþróttahúsi FSu, þriðjudaginn 27. desember.

Níu HSK met á Aðventumóti

Aðventumót Ármanns var haldið í Reykjavík sl. laugardag og tóku nokkrir keppendur af sambandssvæði HSK þátt.Níu HSK voru sett á mótinu.

Jólagleði í frjálsum

Jólamót frjálsíþróttadeildar Selfoss fyrir iðkendur 9 ára og yngri var haldið í Iðu miðvikudaginn 30. nóvember sl. Keppt var í langstökki án atrennu, skutlukasti og 30 metra hlaupi undir dynjandi jólatónlist.Þátttaka var góð, bæði barna og foreldra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.

Silfurleikar ÍR 2016 | Yngstu iðkendur spreyttu sig á þrautabraut

Silfurleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 19. nóvember en mótið er haldið til að minnast afreks Vilhjálms Einarssonar þrístökkvara sem hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956.