Rúmlega hundrað hlauparar í Grýlupottahlaupinu

Góð þátttaka var í fjórða  Grýlupottahlaupi ársins sem fram fór á Selfossvelli á laugardaginn 7. maí. Bestum tíma hjá stelpunum náðu Unnur María Ingvarsdóttir og Valgerður Einarsdóttir en þær hlupu báðar á 3:18 mín. Hjá strákunum var það Benedikt Fadel Faraq sem hljóp á 2:54 mín.Öll úrslit úr hlaupinu má finna á vef .Athygli er vakin á því að ekki er hlaupið um Hvítasunnuhelgina en fimmta hlaup ársins fer fram nk.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur í sjöunda sinn á HSK svæðinu í sumar. Að þessu sinni er hann á Selfossi 12.-16. júní í samstarfi við frjálsíþróttaráð HSK.

Góð þátttaka í þriðja Grýlupottahlaupinu

Góð þátttaka var í þriðja  Grýlupottahlaup ársins sem fram fór í blíðskaparveðri á Selfossvelli á laugardag. Bestum tíma hjá stelpunum náði Lára Björk Pétursdóttir, 3:14 mín og hjá strákunum var það Dagur Fannar Einarsson sem hljóp á 2:58 mín.Úrslit úr hlaupinu má finna á vef .Vegalengd Grýlupottahlaupsins er 850 m.

Mikill fjöldi hljóp í Grýlupottahlaupi

Mikill fjöldi fólks hljóp annað Grýlupottahlaup ársins 2016 á Selfossvelli laugardaginn 23. apríl. Þátttakendur voru tæplega eitt hundrað og fimmtíu sem er frábær þátttaka. Vegalengd Grýlupottahlaupsins er 850 metrar.

Fræðslu- og skemmtidagur frjálsíþróttaráðs HSK

Frjálsíþróttaráð HSK býður iðkendum sínum á aldrinum 11-15 ára (fædd 2001-2005) til fræðslu- og skemmtidags á Selfossi laugardaginn 30.

Fjölmenni í fyrsta Grýlupottahlaupi ársins

Fyrsta Grýlupottahlaup ársins 2016 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 16. apríl. Þátttakendur voru rétt rúmlega eitt hundrað sem er á pari við fjölda undanfarinna ára og ljóst að þetta skemmtilega hlaup nýtur sífelldra vinsælda meðal Selfyssinga.

Aðalfundur frjálsíþróttaráðs HSK

Aðalfundur frjálsíþróttaráðs HSK var haldinn í Selinu mánudaginn 11. apríl. Á fundinn voru mættir 16 fulltrúar frá sjö aðildarfélögum ráðsins en frá þessu er greint á .Á fundinum var farið yfir ársskýrslu ráðsins og reikninga sem sýndu að fjárhagur ráðsins stendur styrkum fótum og að árangurinn á frjálsíþróttavellinum var einstaklega góður árið 2015.Nokkrar tillögur voru samþykktar á fundinum og þar á meðal breytingar á reglugerð um Héraðsmót í frjálsum íþróttum sem snúa að því að reglugerðin bjóði upp á að ráðið geti haldið Héraðsmót fullorðinna innanhúss á einum degi við aukna aðstöðu.

Uppbygging íþróttamannvirkja í brennidepli á aðalfundi Umf. Selfoss

Aðalfundur Umf. Selfoss fer fram í Tíbrá í kvöld klukkan 20:00. Fyrir fundinum liggur fjöldi tillagna og ber hæst ályktun um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar á Selfossi.

47. Grýlupottahlaup Selfoss

Grýlupottahlaup Selfoss 2016 hefst laugardaginn 16. apríl næstkomandi. Er þetta í 47. skipti sem hlaupið er haldið.Grýlupottahlaupið er 850 metra langt.

Sex fulltrúar HSK/Selfoss boðaðir á æfingar úrvalshóps unglinga

Um liðna helgi fóru fram í Reykjavík æfingabúðir úrvals-og afrekshóps Frjálsíþróttasambands Ísland hjá unglingum 15 - 22 ára.