18.08.2015
Það var öflugt lið HSK/Selfoss sem lagði land undir fót til að keppa á Meistaramóti Íslands 15-22 ára um seinustu helgi. Liðið koma heim klyfjað verðlaunum en alls unnust 10 Íslandsmeistaratitlar auk níu silfurverðlauna og tíu bronsverðlauna.---Hópurinn stillti sér upp við brottför frá Selfossi.
Ljósmynd: Umf.
13.08.2015
Brúarhlaup Selfoss 2015 fór vel fram laugardaginn 8. ágúst samhliða bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Fjöldi hlaupara og hjólreiðamanna tók þátt og afar góð þátttaka var í Sprotahlaupinu sem var fyrir alla krakka 8 ára og yngri.Í 10 km hlaupi sigruðu Arnar Pétursson og Anna Berglind Pálmadóttir.
12.08.2015
Vaseline is fantastic for your feet all around bed time. This may cause them smooth and taut because they do after getting an experienced pedicure!You ought to rub some Vaseline to keep cuticles healthier.
08.08.2015
Á mótsslitum 18. Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri sl. sunnudagskvöld var tilkynnt hverjir hefðu hreppt Fyrirmyndarbikarinn. Bikarinn féll í skaut Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK, og var þetta annað árið röð sem bikarinn fer til HSK.
07.08.2015
Brúarhlaup Selfoss 2015 fer fram á morgun, laugardaginn 8. ágúst, á sama tíma og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi en mikil stemning skapaðist á Selfossi í tengslum við hlaupið í fyrra.Hjólreiðamenn verða ræstir kl.
05.08.2015
Á þriðja þúsund keppendur tóku þátt í 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Akureyri um verslunarmannahelgina. Selfyssingar og aðrir félagar okkar í liði HSK stóðu sig með miklum sóma en rétt tæplega 200 keppendur frá HSK mættu til leiks.Fyrirmyndarbikar UMFÍ féll í skaut liðsmanna HSK annað árið röð og fimmta skiptið alls.
04.08.2015
Landbankinn á Selfossi og Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss hafa endurnýjað samstarfssamning sinn og gildir hann til næstu þriggja ára.
04.08.2015
Meistaramót Íslands var haldið á Kópavogsvelli helgina 25.-26. júlí og sendi HSK/Selfoss ellefu keppendur til leiks sem stóðu sig með miklum ágætum.
30.07.2015
Brúarhlaup Selfoss fer fram laugardaginn 8. ágúst. Í fyrra var dagsetningu hlaupsins og hlaupaleiðum breytt og fer það nú fram á sama tíma og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi og Olís-mótið í knattspyrnu.
27.07.2015
Unglingamót HSK 15-22 ára í frjálsum íþróttum fór fram á Selfossi þriðjudaginn 21. júlí og sendu sjö félög á sambandssvæði HSK keppendur á mótið.Selfoss sigraði stigakeppni félaga örugglega með 261 stig, Garpur varð í öðru sæti með 191,5 stig og Dímon í þriðja með 94 stig.