Þór þriðji og Fjóla fimmta á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikunum, sem fram fóru á Íslandi, lauk laugardaginn 6. júní. Eins og áður hefur komið fram áttu Selfyssingar tvo keppendur á mótinu.Þór Davíðsson nældi sér í bronsið í í júdó.

Þrjú gull og eitt silfur á Vormóti ÍR

Vormót ÍR var haldið á Laugardalsvelli í rigningu og roki þann 8. júní sl. Þær Fjóla Signý Hannesdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir létu það ekki á sig fá heldur mættu galvaskar og uppskáru gott mót.Fjóla Signý sigraði í þremur greinum, 100 m grindahlaupi á tímanum 16,86 sekúndum í miklum mótvindi, 400 m grindahlaupi á tímanum 67,53 sekúndum og að lokum náði hún að stökkva yfir 1,66 m í hástökki þrátt fyrir að hafa ekki keppt í hástökki um langan tíma.Thelma Björk Einarsdóttir hjó nærri  34 ára gömlu Selfossmeti Elínar Gunnarsdóttur (37,28 m) er hún kastaði kringlunni 36,73 m, bætti sig um tæpa tvo metra og hafnaði í öðru sæti.Frábær byrjun á sumrinu hjá þessum öflugu íþróttakonum.

Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK

Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK verða haldin í Þorlákshöfn sunnudaginn 14. júní og hefjast kl. 10:00. Keppt verður í  frjálsíþróttum í flokkum 14 ára og yngri.

Verðlaunaafhending í Grýlupottahlaupinu

Verðlaunaafhending fyrir Grýlupottahlaup ársins 2015 fer fram laugardaginn 6. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.

Tveir Selfyssingar keppa á Smáþjóðaleikunum

Nú standa Smáþjóðaleikarnir yfir á Íslandi en þeir hófust 1. júní og lýkur laugardaginn 6. júní.Selfyssingar eiga tvo keppendur á mótinu, Annars vegar Þór Davíðsson sem keppir í -100 kg flokki og sveitakeppni í júdó föstudaginn 5.

Ellefu met á Grunnskólamóti Árborgar

Það voru 229 keppendur í 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri sem tóku þátt í Grunnskólamóti Árborgar sem haldið var á frjálsíþróttavellinum á Selfossi í 17.

Úrslit í sjötta Grýlupottahlaupinu 2015

Sjötta og síðasta Grýlupottahlaup ársins fór fram í hlýju og björtu veðri á Selfossvelli laugardaginn 30. maí. Bestu tíma dagsins áttu Harpa Svansdóttir sem hljóp á 3:21 mínútum og Teitur Örn Einarsson sem hljóp á 2:41 mínútum. Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar. Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan. Myndir úr öðru og sjötta hlaupi ársins má finna á . Verðlaunaafhending verður laugardaginn 6.

Sumaræfingar í frjálsum hefjast 1. júní

Sumaræfingar hjá Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss hefjast mánudaginn 1. júní. Tímsetningar og hópaskiptingar má sjá hér fyrir neðan. Hópur 1- Fædd 2008 og 2009Mánudaga kl.

Síðasta Grýlupottahlaup ársins

Sjötta og síðasta Grýlupottahlaup ársins 2015 fer fram á Selfossvelli laugardaginn 30. maí.Skráning hefst kl. 10:30 en hlaupið er ræst af stað kl.

Fjóla með gull á vormóti HSK

Margir af sterkustu frjálsíþróttamönnum landsins voru saman komnir á sem fram fór á Selfossvelli síðasta laugardag í þurru en köldu veðri.