05.03.2015
Ungmennafélag Selfoss hefur gengið frá samningi við Namo ehf. heildsölu og verslun sem býður upp á Jako íþróttavörumerkið. Samningurinn, sem nær til aðalstjórnar Umf.
05.03.2015
Ungmennafélag Selfoss leitar eftir dugmiklum og drífandi bókara í 50% starfshlutfall. Um er að ræða starf sem er í sífelldri mótun og mun starfsmaðurinn koma að mótun starfsins.Við leitum að þjónustulunduðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á íþrótta- og félagsstarfi sem og gleði af því að vinna með fólki.Menntun, reynsla og eiginleikar:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
Reynsla af bókhaldsstörfum
Góð þekking og reynsla af notkun DK bókhaldshugbúnaðar og töflureiknis (Excel)
Nákvæmni í vinnubrögðum og lipurð í samskiptum
Gleði, virðing og fagmennska
Meðal verkefna:
Færsla á öllu bókhaldi félagsins
Launaútreikningur allra deilda
Umsjón með skráningar- og greiðslukerfinu Nóra
Aðstoð við bókhaldsmál og fjáramálastjórn deilda
Bókari Umf.
27.02.2015
Það vill svo skemmtilega til að þrír krakkar úr 7. SKG í Vallaskóla urðu á dögunum Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum. Hákon Birkir (t.h.) sigraði í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og hástökki en Hildur Helga og Vilhelm Freyr sigruðu í kúluvarpi.
26.02.2015
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 5. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur.Allir velkomnirFrjálsíþróttadeild Umf.
19.02.2015
Lið HSK/Selfoss vann um helgina stórsigur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Liðið fékk í heildina 808,08 stig en FH varð í öðru sæti með 420 stig.
11.02.2015
Meistaramót Íslands, aðalhluti, var haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði helgina 7.-8. febrúar og sendi Selfoss fjóra keppendur til leiks sem stóðu sig með miklum ágætum.Thelma Björk Einarsdóttir, stóð stig vel í kúluvarpi og kastaði sitt annað lengsta kast á ferlinum er hún varpaði kúlnni 11,31 m og nældi sér í bronsverðlaun.Eyrún Halla Haraldsdóttir kastaði einnig kúlunni en hún fór 9,13 m.Harpa Svansdóttir kepptí í þrístökki þar sem hún varð sjötta með 10,02 m og í langstökki með stökk upp á 4,68 m.Að lokum kastaði Ólafur Guðmundsson 12,17 m í kúlu sem er hans besti árangur í ár.Um næstu helgi fer fram Meistaramót Íslands 11-14 ára þar sem Selfyssingar ætla sér stóra hluti.óg---Thelma Björk komst á pall um helgina
Ljósmynd: Umf.
04.02.2015
800 keppendur mættu til leiks á Stórmóti ÍR sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 31. janúar til 1. febrúar.Í flokki 14 ára og yngri stóðu Selfosskrakkarnir sig mjög vel, settu eitt HSK met og unnu til fjölda verðlauna.
31.01.2015
Seinni dagur héraðsmóts HSK í frjálsum í flokki fullorðinna fór fram síðastliðið mánudagskvöld í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika.Frá þessu er greint á en þar kemur einnig fram að gott samstarfi var við Frjálsíþróttadeild FH um framkvæmd þessara móta og eru væntingar um frekara samtarf í framtíðinni.Selfyssingurinn Ólafur Guðmundsson heldur áfram að setja HSK met í sínum aldursflokki, en hann setti ellefu HSK met á fyrri degi og þar af tvö Íslandsmet.
24.01.2015
Keppni á héraðsmóti fullorðinna í frjálsíþróttum hófst sl. mánudag, en mótið er nú haldið í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika.Það bar helst til tíðinda á mótinu að Ólafur Guðmundsson úr Umf.
20.01.2015
Ákveðið hefur verið að færa Selfossþorrablótið 2015 í Hvítahúsið til að skapa enn meiri og þéttari stemningu um blótsgesti.