09.09.2014
Kastþraut Óla Guðmunds fór fram með pompi og prakt á miðvikudaginn 3. september. Fín þátttaka var í þrautinni, tíu karlar og átta konur sem er önnur fjölmennasta þrautin frá upphafi. Hörkukeppni og skemmtilegir tilburðir sáust þetta kvöld þar sem gamanið var í fyrirrúmi.Í karlaflokki sigraði, þriðja árið í röð, Hilmar Örn Jónsson ÍR á nýju mótsmeti karla í þraut.
05.09.2014
Vetrarstarfið hjá Frjálsíþróttadeild Selfoss hefst mánudaginn 8. september..Skráningar fara fram í gegnum .
05.09.2014
Bikarkeppni 15 ára og yngri fór fram sunnudaginn 24. ágúst á Varmárvelli í Mosfellsbæ, alls voru níu lið skráð. HSK sendi blandað lið af yngri og eldri til leiks en alls voru 20 keppendur sem fóru á mótið með varamönnum.
02.09.2014
Í lok sumars voru haldin tvö innanfélagsmót hjá 14 ára og yngri til að gefa krökkunum kost á að bæta sinn árangur áður en innanhústímabilið byrjar.Mótin gengu heldur betur vel þar sem átta HSK met féllu og fjögur Íslandsmet en keppt var í þrístökki og sleggjukasti á báðum mótunum.
01.09.2014
Kastþraut Óla Guðmunds. fer fram á Selfossvelli miðvikudaginn 3. september og hefst kl. 18:00.Keppt er í karla- og kvennaflokki (eingöngu karla- og kvennaáhöld).
31.08.2014
Vetrarstarfið hjá Frjálsíþróttadeild Selfoss hefst mánudaginn 8. september. Aldursflokkar og æfingatímar eru eftirfarandi:Hópur 1 - Fædd 2007 - 2009
Mánudaga kl.
27.08.2014
Keppendur af sambandssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins stóðu sig frábærlega á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina.
19.08.2014
Um síðustu helgi, 16.-17. ágúst, var Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára haldið á Akureyri og sendi HSK/Selfoss öflugan hóp keppenda.
19.08.2014
Innanfélagsmót Umf. Selfoss fór fram þriðjudaginn 13. ágúst á Selfossvelli. Keppt var í 100 m hlaupi, langstökki, kringlukasti og sleggjukasti karla og kvenna. Góður árangur náðist í kastgreinunum þar sem persónuleg met, vallarmet, Selfossmet, HSK-met og síðast en ekki síst Íslandsmet féllu.Í 100 m hlaupinu voru það 14 ára og yngri sem kepptu.
12.08.2014
Brúarhlaup Selfoss fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 9. ágúst samhliða bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Fjöldi hlaupara og hjólreiðamanna tók þátt en boðið var upp á 10 km, 5 km og 2,8 km hlaup auk 5 km hjólreiða.Kári Steinn Karlsson varð fyrstur í 10 km hlaupi karla á 30,38 mínútum en fyrst kvenna varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir á 37,47 mínútum.