15.07.2014
Góð skráning var í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem starfræktur er á Selfossi í vikunni. Alls voru 36 krakkar skráð til leiks en skólinn er ætlaður fyrir börn á aldrinum 11 til 18 ára og er aðaláhersla lögð á kennslu í frjálsíþróttum.Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg það er til dæmis farið í sund, leiki, haldnar kvöldvökur, farið í bíó, tvær grillveislur, pizzuveisla og endar skólinn svo með íþróttamóti.Aðalumsjónarmenn með skólanum 2014 eru Selfyssingarnir Ágústa Tryggvadóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir.
14.07.2014
Helgina 12.–13. júlí fór Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Góð þátttaka var á mótinu í þokkalega veðri. HSK/Selfoss sendi sjö keppendur til leiks sem allir stóðu sig með ágætum.
30.06.2014
Um síðustu helgi tóku krakkar úr Umf. Selfoss og Umf. Þór í Þorlákshöfn þátt í Gautaborgarleikum í frjálsum íþróttum. Keppendur liðanna voru á aldrinum 12-18 ára en liðinu fylgdu þjálfararnir Þuríður Ingvarsdóttir, sem var aðalskipuleggjandi ferðarinnar, Ólafur Guðmundsson og Rúnar Hjálmarsson.
26.06.2014
Stór hópur frjálsíþróttafólks frá Selfossi og Þorlákshöfn héldu til Svíþjóðar í vikunni til að taka þátt í Världsungdomsspelen (Gautaborgarleikunum) sem fer fram í Gautaborg. Mótið er eitt af stærstu mótunum sem haldin eru í frjálsíþróttaheiminum og koma keppendur frá mörgum löndum til að taka þátt.
23.06.2014
Tólf krakkar frá Selfossi fóru og kepptu á Gogga galvaska í Mosfellsbænum um síðustu helgi. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og unnu samtals til 35 verðlauna, 14 gull-, 14 silfur- og 7 bronsverðlauna.Okkar krakkar gerðu sér líka lítið fyrir og settu 3 Goggamet á mótinu. Kolbeinn Loftsson, 12 ára, bætti 22 ára gamalt met í hástökki þegar hann vippaði sér yfir 1,55 m og var hársbreidd frá því að jafna Íslandsmetið í sínum flokki þegar hann felldi 1,60 m naumlega. Hjalti Snær Helgason, 11 ára, bætti metið í spjótkasti með glæsilegt kast upp á 28,43 m og Pétur Már Sigurðsson, 14 ára, setti nýtt met í kringlukasti (1 kg) með kasti upp á 39,54 m.Þau sem unnu til verðlauna voru eftirfarandi:Eva María Baldursdóttir, 11 ára: 1.
17.06.2014
Héraðsmót HSK í frjálsíþróttum verður haldið á Selfossvelli dagana 18. og 19. júní nk., Mótið hefst bæði miðvikudag og fimmtudag kl.
15.06.2014
Miðvikudaginn 11. júní síðastliðinn fór árlegt Vormót ÍR í frjálsíþróttum fram á Laugardalsvelli. Mótið var jafnframt þriðja mótið í mótaröð Prentmet og FRÍ 2014.
11.06.2014
30. íþróttahátíð HSK verður haldin í Þorlákshöfn laugardaginn 14. júní og hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 15:00. Keppt verður í frjálsíþróttum í flokkum 14 ára og yngri.
10.06.2014
Verðlaunahátíð Grýlupottahlaupsins fór fram sl. laugardag í glampandi sólskini og hita. Það voru 240 hlauparar sem hlupu í ár og þar af hlupu 101 fjögur hlaup eða fleiri.Allir sem hlupu a.m.k.
09.06.2014
Það voru 185 keppendur í 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri sem tóku þátt í Grunnskólamóti Árborgar sem haldið var á frjálsíþróttavellinum á Selfossi í 16.