21.05.2015
Fimmta Grýlupottahlaup ársins fór fram í blíðskaparveðri á Selfossvelli laugardaginn 16. maí.
Bestu tíma dagsins áttu Þórunn Ösp Jónasdóttir sem hljóp á 3:24 mínútum og Benedikt Fadel Farag sem hljóp á 2:55 mínútum.
Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.
Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.
- Athygli er vakin á því að úrslitin í fjórða hlaupinuhafa verið leiðrétt hjá stelpum 2003 og strákum 2000.
Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á .
Sjötta og síðasta hlaup ársins fer fram laugardaginn 30.
18.05.2015
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára verður haldið á Selfossvelli dagana 27.-28. júní nk. Frjálsíþróttaráð HSK mun sjá um framkvæmd mótsins og nú þegar hefur tekið til starfa sérstök Meistaramótsnefnd sem sér um skipulagningu í aðdraganda mótsins.Auk þess að sjá um frjálsíþróttakeppnina mun ráðið selja gistingu með morgunmat í Vallaskóla á meðan mótinu stendur og boðið verður upp á kvöldverð og kvöldvöku á laugardagskvöldinu, allt á hóflegu verði.
14.05.2015
fyrir árið 2015 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2015.Blaðinu verður dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins í byrjun næstu viku.
13.05.2015
Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum verður haldið í 17. sinn miðvikudaginn 20. maí 2015 og fer keppnin fram á frjálsíþróttavellinum á Selfossi.Klukkan 16:30 hefst keppni í 1.-4.
11.05.2015
Tæplega 150 hlauparar luku fjórða Grýlupottahlaupi ársins 2015 sem fór fram á Selfossvelli laugardaginn 9. maí.
Besta tímann hjá stelpunum átti Harpa Svansdóttir sem hljóp á 3:10 mín en Benedikt Fadel Farag átti besta tímann hjá strákunum, 2:51 mín.Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á .Fimmta hlaup ársins fer fram nk. laugardag 16.
11.05.2015
verður haldinn á Selfossi dagana 28. júní til 2. júlí næstkomandi og er það í sjötta skipti sem skólinn er í umsjá HSK.Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára.
08.05.2015
Nærri 150 hlauparar luku þriðja Grýlupottahlaupi ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 2. maí. Með hækkandi sól og hitastigi fjölgar þátttakendum í þessu skemmtilega hlaupi.
Besta tímann hjá stelpunum áttu Emilía Sól Guðmundsdóttir og Þórhildur Arnarsdóttir sem hlupu á 3:47 mín og hjá strákunum rann Teitur Örn Einarsson skeiðið hraðast á 2:28 mín.Hlaupaleiðinni er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á .Fjórða hlaup ársins fer fram nk. laugardag 9.
08.05.2015
Þrjár deildir Umf. Selfoss fengu endurnýjun viðurkenninga sinna sem á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 16. apríl sl. en um er að ræða frjálsíþróttadeild, knattspyrnudeild og taekwondodeild.Í umsögn ÍSÍ kemur fram að handbækur deildanna eru vel unnar og uppfylla vel öll ákvæði fyrirmyndarfélaga þannig að tryggt er að allir rói í sömu átt.Sveitarfélagið Árborg styrkir sérstaklega fyrirmyndarfélög innan sveitarfélagsins á ári hverju.
01.05.2015
Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSK verður haldinn í Selinu á Selfossi miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 20:00. Til aðalfundar er boðið fulltrúum frá aðildarfélögum Frjálsíþróttaráðs HSK og stjórn HSK.
28.04.2015
Frábær þátttaka var í öðru Grýlupottahlaupi ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 25. apríl. Þátttakendur voru 154 sem er töluverð fjölgun frá fyrsta hlaupi ársins. Vonandi verður framhald á góðri mætingu og að hitastigið hækki eftir því sem líður á vorið.
Besta tímann hjá stelpunum átti Harpa Svansdóttir, 3:11 mín og hjá strákunum var það Teitur Örn Einarsson sem hljóp á 2:33 mín.Hlaupaleiðinni er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Myndir úr hlaupinu má finna á .Þriðja hlaup ársins fer fram nk. laugardag 2.