31.12.2015
Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar fyrir árið 2015 á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 29.
30.12.2015
Handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttafólk ársins í Sveitarfélaginu Árborg á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar sem fram fór í hátíðarsal FSu í gær.Hrafnhildur Hanna hefur náð frábærum árangri í ár og spilað sig upp í að verða lykilmanneskja í A-landsliði Íslands.
28.12.2015
Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar fer fram þriðjudaginn 29. desember kl. 19:30 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands.
27.12.2015
Hið árlega flugeldabingó Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið mánudaginn 28. desember klukkan 19:30 í íþróttahúsinu Iðu.Fjöldinn allur af flugeldum, af öllum stærðum og gerðum í vinninga.Veitingasala verður á staðnum.
06.12.2015
Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður.
26.11.2015
fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. nóvember. ÍR-ingar halda mótið til að minnast afreks Vilhjálms Einarssonar þrístökkvara sem hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956.Mótið er ætlað keppendum 17 ára og yngri og fjölmenntu iðkendur frjálsíþróttadeildar Selfoss á mótið og náðu góðum árangri.
13.11.2015
Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.
09.11.2015
Frjálsíþróttadeild Selfoss gerði um helgina góða ferð á Gaflarann sem er opið frjálsíþróttamót fyrir 10-14 ára. Mótið í ár var gríðarlega stórt, yfir 300 keppendur og greinilegt að frjálsar íþróttir eru vaxandi grein.Mjög mikið var um persónulegar bætingar hjá krökkunum okkar á mótinu og lofar það góðu fyrir framhaldið.Besta afrek okkar var án efa í 4x200 metra boðhlaupi 13 ára pilta en þeir settu glæsilegt Íslands- og HSK met á tímanum 1:52,62 mín og bættu Íslandsmetið um nærri 2 sekúndur.Hrefna Sif Jónasdóttir bætti HSK metið í 400 metra hlaupi um rúmar 5 sekúndur er hún hljóp á 71,91 sekúndu og Dagur Fannar Einarsson bætti einnig HSK met í 400 metra hlaupi 13 ára pilta sem hann hljóp á 60,12 sekúndum.Alls unnu Selfyssingar til næstflestra verðlauna á mótinu, samtals 26, ellefu gullverðlaun, níu silfurverðlaun og sex bronsverðlaun.Dagur Fannar Einarsson, 13 ára sigraði í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og boðhlaupi.Hákon Birkir Grétarsson, 13 ára sigraði í hástökki og boðhlaupi, fékk silfur í kúluvarpi, 60 m og 400 m hlaupum.Vilhelm Freyr Steindórsson, 13 ára sigraði í kúluvarpi og varð þriðji í hástökki.Jónas Grétarsson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð þriðji í 60 m og 400 m hlaupum.Tryggvi Þórisson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð annar í hástökki.Valgerður Einarsdóttir, 13 ára sigraði í hástökki.Hildur Helga Einarsdóttir, 13 ára sigraði í kúluvarpi.Sæþór Atalson, 11 ára sigraði í kúluvarpi.Rúrik Nikolai Bragin, 10 ára sigraði í langstökki og skutlukasti.Daði Kolviður Einarsson, 10 ára sigraði í 60 m hlaupi og varð annar í skutlukasti.Hrefna Sif Jónasdóttir, 11 ára varð önnur í langstökki og 400 m hlaupi.Bríet Bragadóttir, 13 ára varð önnur í 400 m hlaupi og þriðja í 60 m hlaupi.Helga Margrét Óskarsdóttir, 14 ára varð þriðja í kúluvarpi.Hreimur Karlsson, 10 ára varð þriðji í 60 m hlaupi og langstökki.Öll úrslit mótsins eru á .---Íslandsmetarhaf í 4 x 200 metra hlaupi Dagur Fannar, Hákon Birkir, Tryggvi og Jónas.
Ljósmynd: Umf.
15.10.2015
Haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK fór fram á Selfossi miðvikudagskvöldið 7. október síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og á honum sköpuðust góðar umræður eins og greint var frá á .Á fundinum var farið yfir uppgjör MÍ 11-14 ára sem ráðið hélt á Selfossvelli í sumar.
14.10.2015
Hinir árlegu Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 3. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.Á leikunum er keppt í fjölþraut barna, en greinarnar byggjast á styrk, snerpu, úthaldi og samhæfingu.