Júdó - Hópmynd Allir kependur Selfoss í u 15 ára
Afmælismót JSÍ í yngri flokkum var haldið laugardaginn 9. febrúar. Keppendur á mótinu voru um áttatíu frá öllum klúbbum landsins þar af sautján frá Selfossi. Þarna sáust margar spennandi og skemmtilegar viðureignir, glæsileg köst og flottar gólfglímur.
Í flokki keppenda U13 fékk Airingas Jezerska silfur og Valur Harðarson brons í -42 kg flokki. Elmar Þorsteinsson fékk silfur og Þórir Steinþórsson brons í -46 kg flokki.
Í flokki keppenda U15 bar Vésteinn Bjarnason sigur úr bítum í -55 kg flokki og það sama gerði Einar Magnússon í -66 kg flokki þar sem Claudiu Sohan varð annar.
Í flokki keppenda U18 fékk Óli Guðbjartsson silfur í -55 kg flokki og sömuleiðis Jakup Tomczyk í -66 kg. flokki.
Í flokki keppenda U21 varð Hrafn Arnarsson annar í -90 kg flokki.
---
Á mynd með fréttinni eru allir keppendur Selfoss í U15.
![](/static/files/frettamyndir/8eddd4a600784efad80ccd83b94f6d73.jpg)
Vésteinn fyrir miðju með gullverðlaun.
![](/static/files/frettamyndir/4797a811bd08f1d22adc3adfba7fa4d3.jpg)
Einar fyrir miðju með gullverðlaun og Claudiu t.v. með silfur.
![](/static/files/frettamyndir/7e72ef30355936229b8f052ced4e083e.jpg)
Airingas t.v. og Valur t.h.
![](/static/files/frettamyndir/63b15e420ac4c60ed37cf93fc2cb8906.jpg)
Elmar fyrir miðju og Þórir t.h.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss