kke
Nú í nóvember fór fram Haustmót í fimleikum. Haustmótinu var skipt á tvær helgar, en 16. - 17. nóvember fór fyrri hlutinn fram í Ásgarði í Garðabæ og seinni hluti mótsins fór fram 23. nóvember á Selfossi.
Á fyrri hluta mótsins kepptu 3. og 4. flokkur en þar átti Selfoss fimm lið. Tvö lið frá okkur kepptu í 3. flokki en þrjú lið í 4. flokki. Liðin áttu öll góðan keppnisdag, en mörg þeirra eiga mikið inni ennþá og verður því mjög spennandi að fylgjast með þeim í vetur. Á Haustmóti skipast liðin í deildir, sem keppt er eftir út keppnisárið. Úrslitin urðu eftirfarandi:
Selfoss 4. flokkur 3 lenti í 12. sæti af 23 liðum og keppir því í B-deildinni í vetur, en A-deild skipa 9 efstu liðin.
Selfoss 4. flokkur 2 lenti í 9. sæti af 23 liðum og keppir því í A-deildinni í vetur.
Selfoss 4. flokkur 1 lenti í 3. sæti af 23 liðum og skipaði sér sæti í A-deildinni.
![4. fl 3](/static/files/frettamyndir/e708760f66704e350f7756d97990a2df.jpg)
![4. fl 2](/static/files/frettamyndir/8a6e95e91cf217bcf52c2c87da138a11.jpg)
4. flokkur 3, 4. flokkur 2 og 4. flokkur 1
![4. fl 1](/static/files/frettamyndir/ec8036dfcefc4f8ad21b106c2a7bb107.jpg)
Selfoss 3. flokkur 2 lenti í 12. sæti og verða í baráttu í B-deildinni í vetur.
Selfoss 3. flokkur 1 nældi sér í 3. sætið og keppir því í A-deildinni í vetur.
Frábær árangur hjá virkilega flottum og efnilegum fimleikastúlkum.
![](/static/files/frettamyndir/257f58992b51947eebad790a3ed53b66.jpg)
3. flokkur 2 og 3. flokkur 1
Á seinni hluta mótsins, sem fór fram á Selfossi, áttum við tvö lið í keppni. 2. flokkur keppti í 12 liða hluta, en liðið skilaði mjög hreinum og flottum æfingum en eiga talsvert inni af erfiðleika sem við fáum vonandi að sjá hjá þeim á næstu mótum. Þær lentu í 7. sæti af 12 liðum og keppa í A-deilinni. Eldra drengjaliðið okkar, KKe, tók einnig þátt á mótinu og gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu sinn flokk. Strákarnir eru lið í mikilli uppbyggingu og verður spennandi að fylgjast með þeim áfram.
Innilega til hamingju öll saman!
![](/static/files/frettamyndir/7bf107d521346440a5e61b179b72b79c.png)
2. flokkur og kke
Virkilega gott mót hjá Selfoss liðunum, við erum stolt af okkar iðkendum og þjálfurum - Áfram Selfoss!