Hjálmar Vilhelm með lágmörk í 9 greinum í Unglingalandsliðshóp FRÍ

Unglingalandsliðshópur Íslands 2024. Á myndinni eru Þorvaldur Gauti, Ívar Ylur, Hjálmar Vilhelm, Vésteinn, Bryndís Embla, Arndís Eva og Anna Metta.  Á myndina vantar Daníel Breka og Helgu Fjólu
Unglingalandsliðshópur Íslands 2024. Á myndinni eru Þorvaldur Gauti, Ívar Ylur, Hjálmar Vilhelm, Vésteinn, Bryndís Embla, Arndís Eva og Anna Metta. Á myndina vantar Daníel Breka og Helgu Fjólu

Frjálsíþróttasamband Íslands birti á dögunum unglingalandsliðshóp FRÍ.  Til að komast í hópinn þarf að ná mjög ströngum lágmörkum og er íþróttafólkið tekið jafnóðum inn í hópinn.  Í hópnum í dag eru 50 einstaklingar á aldrinum 15-19 ára og þar af æfa 9 einstaklingar hjá Frjálsíþróttadeild Selfoss.  Mjög margir stórefnilegir fjölhæfir íþróttamenn að æfa með frjálsíþróttadeild Selfoss og með lágmörk í mörgum greinum og einnig eru nokkrir  stutt frá lágmörkum og ná vonandi lágmörkum í vetur. 

Lágmörkin í hópinn eru eftirfarandi : https://fri.is/afreksmal/unglingar/urvalshopur/

 

Íþróttamennirnir sem eru í Unglingalandsliðshópnum og þær greinar sem þeir eru með lágmark í : 

Hjálmar Vilhelm Rúnarsson Selfoss:  60m hlaup - 100m hlaup - 200m hlaup - hástökk - þrístökk - kúluvarp - kringlukast - spjótkast og tugþraut

Ívar Ylur Birkisson Dímon:  60m hlaup - 200m hlaup - 60m grind - 110m grind - 400m grind og kúluvarp

Vésteinn Loftsson Selfoss:  Kringlukast

Þorvaldur Gauti Hafsteinsson Selfoss:  800m hlaup

Daníel Breki Elvarsson Selfoss: Spjótkast

Anna Metta Óskarsdóttir Selfoss: 300m hlaup, hástökk, langstökk og þrístökk

Helga Fjóla Erlendsdóttir Garpur: 200m hlaup, 80m grind, hástökk, langstökk, þrístökk og sleggjukast

Bryndís Embla Einarsdóttir Selfoss: kúluvarp, spjótkast, kringlukast og sleggjukast

Arndís Eva Vigfúsdóttir Selfoss: Kúluvarp og kringlukast