10996799_10153014375001329_4297473204484333761_n
Laugardaginn 7. mars sl. tóku yngstu iðkendur Frjálsíþróttadeildar Selfoss þátt í Héraðsleikum HSK sem haldnir voru á Hvolsvelli.
Keppendur 8 ára og yngri tóku þátt í þrautabraut. Keppendur 9-10 ára kepptu í einstökum greinum eins og hástökki, langstökki án atrennu, skutlukasti, kúluvarpi og 30 m spretthlaupi.
Lokagreinin var boðhlaup þar kepptu blönduð lið allra félaganna. Í lokin fengu allir verðlaunapening fyrir þátttökuna. Skemmtilegt mót og stóðu keppendur sig með stakri prýði.
---
Hér fyrir neðan eru myndir frá mótinu en einnig má finna fleiri myndir á heimasíðu HSK.
Mynd 1 – Melkorka, Dýrleif Nanna, Elín Jóhanna, Davíð og Kristín ánægð með afraksturinn
Mynd 2 – Elstu keppendurnir að móti loknu stóðu sig vel, Jason Dagur, Hreimur, Elín og Rúrik
Mynd 3 – Leikgleðin í fyrirrúmi. Keppendur 8 ára og yngri í mótslok ásamt þjálfurum.
Mynd 4 – Allir standa saman og eldri styðja þau sem yngri eru.
Mynd 5 –Kátir og prúðir drengir að bíða eftir að komast á næstu stöð.
Mynd 6 – Ein af þrautunum var keðjulangstökk.






