Dagný Selfoss
Knattspyrnufólkið Dagný Brynjarsdóttir og Viðar Örn Kjartansson halda heiðri Selfoss svo sannarlega á lofti þessa dagana en greint var frá þessu á vef Sunnlenska.is í gær.
Dagný vann ACC titilinn með knattspyrnuliði Florida State annað árið í röð en þetta er meistaratitillinn í háskólaboltanum á austurströnd Bandaríkjanna. Dagný var einnig valinn besti leikmaður keppninnar, en hún gegndi algeru lykilhlutverki í liðinu og raðaði inn mörkum.
Þá lauk keppni í norsku úrvalsdeildinni um helgina en Viðar Örn vann gullskó deildarinnar sannfærandi þar sem hann varð langmarkahæstur með 25 mörk fyrir Valerenga og skoraði 10 mörkum meira en næsti maður.
---
Ljósmyndir: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl
