selfoss2
Haustmótið í hópfimleikum fór vel af stað í dag en keppt var í 4. flokki og 3. flokki kvenna og karlaflokki yngri. Selfyssingar stóðu sig vel á heimavelli og sópuðu til sín gullverðlaunum.
Í 4. flokki kvenna sigraði Selfoss 1 í A-deild með 35,599 stig og Selfoss 2 varð í öðru sæti í B-deild með 26,499 stig. Selfoss 3 varð í sjötta sæti í B-deild.
Í 3. flokki kvena sigruðu Selfoss 1 í A-deild með 40,633 stig og Selfoss 2 urðu í áttunda sæti í B-deild með 29,799 stig.
Í yngri flokki drengja kepptu þrjú lið og sigraði Selfoss með samtals 28,066 stig.
Aldeilis góð byrjun á vetrinum hjá krökkunum og það verður gaman að fylgjast með morgundeginum þegar 2. flokkur kvenna mætir til keppni ásamt eldri flokki drengja.
Haustmótið í ár er með fjölmennara móti en alls eru 52 lið mætt til keppni. Árið 2013 mættu 32 lið til keppni svo aukningin á milli ára er rúm 60%. Í 4. flokki kvenna voru 14 lið mætt til keppni, í 3. flokk kvenna voru 17 lið mætt til keppni og í yngri flokki karla mættu þrjú lið til keppni.
Úrslit dagsins
Keppni morgundagsins hefst klukkan 10:15.
---
Meðfylgjandi eru myndir af keppendum Selfyssinga í dag.





