Heimsmeistaramót U-19 ára lokið

69251422_2502924369761734_1897895105495302144_o
69251422_2502924369761734_1897895105495302144_o

Fyrr í mánuðinum lauk heimsmeistaramóti U-19 ára karla sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu.  Íslenska landsliðið var á meðal þáttakenda og hafnaði í 8. sæti, en það dugar til að tryggja liðinu þáttökurétt í næsta stórmóti.  Sigurvegarar mótsins voru Egyptar, en þeir slóu strákana okkar út í 8 liða úrslitum.

Mótið hófst þann 6. ágúst með riðlakeppni þar sem leiknir voru 5 leikir.  Ísland lauk leik í D-riðli 12. ágúst með 3 sigra og 2 töp.  Í 16 liða úrslitum fóru strákarnir nokkuð þægilega í gegnum Japan, en lentu á vegg gegn Egyptum, í leikjm um 5-8 sætið tapaði liðið svo fyrir Frakklandi og Spáni og 8. sætið því staðreynd.

Selfoss átti tvo öfluga fulltrúa í íslenska liðinu, þá Guðjón Baldur Ómarsson og Hauk Þrastarson og stóðu þeir sig að sjálfsögðu með prýði.


Mynd: U-19 ára landslið karla sáttir að leikslokum
HSÍ